Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 41
BÚNAÐARRIT.
37
en ekki þykir heppilegt erlendis, að nota við plægingu
nema stinna átaksjafna; hinir gera gang plógsins óstöð-
ugan — en sérstaklega eru þeir hentugir við vagna, og
væri æskilegt að þeir yrðu reyndir hér. Verð þeirra
mun vera frá 2 til 10 kr. eftir stærð.
Tvíeylásvagnar ferhjólaðir ættu að vera alment not-
aðir á akvegum. Eru þeir til þess miklu betri og hent-
ugri en eineykis-vagnarnir, að minsta kosti þar sem um
nokkra veiulega vegalengd er að ræða. Það er ekki
ótítt, að sjá hér á akbrautinni frá Reykjavík austur
mann á ferð ríðandi með 2—3 eineykisvagna í togi,
nota þannig 3 vagna og 4 hesta til þess, sem gera má
með 1 vagni og 2—3 hestum. Þetta þarf að færast í
lag, tvieykis-vagnarnir að flytja á akveginum, eineykis-
vagnarnir að taka við, þar sem hinum verður eigi við
komið. Um gerð tvíeykisvagna mætti ýmislegt segja,
en eg sleppi því hér af áður töldum ástæðum.
Heyvagnar geta verið ýmist eíneykis- eða tvíeykis-
vagnar og tví- eða ferhjólaðir- eftir ástæðum. Venjulega
tvíhjólaða eineykisvagna má með litlum kostnaði útbúa
til heyaksturs; en það að aka heyi, í stað þess að ftytja
í klyfjum, ætti alstaðar að takast upp, þar sem akfært
er. Ef hægt er að koma vagni við til heyflutnings, er
mest við það unnið, að sleppa bindingunni, en flytja
heyið laust, hlaða því á vagninn, eins og þegar sett er
í galta; en þá þarf að haga svo til, að sem ftjótlegast
sé að tæma vagninn við hlöðu eða heytóft — þar sem
vagnfært er með heyið, ætti einmitt að taka sérstakt
tillit til þess við hlöðubyggingar, að greiðlegt sé að
koma að þeim eða inn í þær heyvagni — verksparnaður
við akstur á heyi lausu í stað bindingar getur veiið
geysimikill, — ef hagkvæmlega er um búið — ekki
sízt þar sem fáliðað er til vinnu.
4. Útbreiðsla verbfæra.
Hér að framan hefir nú verið lauslega minst á það