Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 42
38
BÚNAÐARRIT.
helzta af akverkfæium, sem hér geta komið til greina.
Sum þeirra eru hór meira eða minna þekt og notuð,
sum lítið eða ekki, og öll of lítið. Yirðist því full ástæða
til, að taka til ihugunar, hvað hægt er að gera til þess,
að gera.þau kunn og greiða fyrir notkun þeirra. Að
þessu hefir til þessa lítið verið unnið, nema nú á síð-
ustu árum norðanlands fyrir forgöngu Ræktunarfélagsins,
og hefir það þegar borið góðan árangur. Hin nýstofn-
uðu Búnaðarsambönd austan- og vestanlands hafa tekið
þetta meðal annars á stefnuskrá sína, og af því sést,
að almenningur viðurkennir, að það er nauðsynjamál,
og er sú viðurkenning mikils virði.
Það sem fyrst og fremst þarf að gera, er að glæða
þekkingu og kunnáttu almennings á notkun verkfær-
anna, og ætti það sérstaklega að vera hlutverk Búnað-
arféiags Isiands. Enn fremur þarf að leiðbeina mönnum
og greiða fyrir þeim með kaup á verkfærum.
Þess var getið hér að framan, hverja þýðingu
verkfæra-prófanir hefðu haft fyiir útbreiðslu verkfæra í
nágranna-löndunum. Þess konar prófanir geta einnig oft
verið nauðsynlegar hér, og þær ætti Búnaðarfélag ís-
lands að sjá um, og yfir höfuð að taka að sér sérhvert
úrlausnarefni í þá átt, styðja og uppörva innlenda um-
bótaviðleitni í áhaldagerð með því, að veita verðlaun
fyrir, ef einhver kemur fram með eitthvað nýtt og
nýtilegt til umbóta.
Bezta leiðbeiningin, sem almenningur getur fengið
um nothæfi verkfæranna, eru einmitt rækilegar prófanir,
og lítt kunn og dýr áhöld ættu menn alls ekki að kaupa,
fyr en slíkar leiðbeiningar eru fengnar.
Kaup á verkfærum ættu Búnaðarsamböndin að hafa
á hendi. Með því að kaupa í stærri stíl fást verkfærin
miklu ódýrari, og er þá hægt að kaupa frá fyrstu hendi
án óþarfra milliliða. Við þetta sparast míkið fé, og
hyggileg kaup eru eitt stærsta skilyrði fyrir því, að
almenningur geti eignast nauðsynleg vinnuléttis-áhöld.