Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 44
40
BÚNAÐARRIT.
landinu með sama áframhaldi og bezt hefir verið. —
Verður engum bilt við þessa tólu? Fjöldi bænda mun
finna til þess, að þeir hafa starfað að sléttum eins mikið
og efni og ástæður frekast leyfðu, en einmitt vöntun
verkfæra er víðast sök i því, að ekki var meira af-
kastað fyrir það fé, sem til þessa var varið.
Sárast er þó að vita, að siéttur eru illa vandaðar
víða. Vonin um sláttuvéla-notkun ætti að vera hvöt
til, að vanda þær betur. Eg hef séð nýlega á fleiri
stöðum túnbletti orðna að kargaþýfi, sem sléttaðir voru
fyrír 20—30 árum siðan, og enda þótt slík dæmi
séu vonandi ekki mörg, mun þó endingin víða vera slæm,
og Sýnist þá vera æði-langt í land með sléttun túnanna,
ef svo oft þarf að slótta upp aftur. Um þetta atriði væri
þörf að fara fleiri orðum, en eg sleppi því hér. —
Einungis lauslega bent á þetta, sem eitt af þeim rökum,
er sanna, hve afar-mikið nauðsynjamál er að nota plóg-
inn og herfið.
Ritgerð þessi er orðin lengri, en henni upphaflega
var ætlað, og skal því hér staðar numið. Mörgu er
slept, sem ástæða hefði verið til að minnast á, — en
ef til vill fæ eg tækifæri til, að taka það til athugunar
síðar.
Allir þeir, sem búnaðinum unna, ættu að taka
þetta mál til rækilegrar íhugunar, gæta þess, að vér
höfum einnig hlutverk, sem ekki verða unnin, úrlausn-
arefni, sem ekki verða leyst með útlendum áhöldum.
Hér þarf íslenzlta hugsun til þess, að vér getum náð
svo langt, sem vór þurfum að ná í þessu efni.