Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 47
BÚNAÐARRIT.
43
féiög túnanna eru samsett. Þvi er nauðsynlegt að vita,
hverjar tegundir vaxa á túnunum og hve mikið af hverri.
Til þess að komast að raun um það, verður að telja
einstaklinga hverrar tegundar á ákveðnum svæðum í
túnunum. Ef það er ekki gert, hefir efnarannsókn á heyi
enga verulega þýðitigu. Það er vonandi, að einhver
fyrirmyndar-bóndinn, sem þykir vænt um túnið sitt,
láti tegundatal fara fram á túninu. Landssjóður eða
Landsbúnaðarfélagið ætti auðvitað að kosta verkið að
mestu eða öllu leyti. Ekki skal nú farið frekar út í
þessa sálma að sinni. Þessi stutti inngangur á að eins
að vekja athygli á því, hve afar-nauðsynlegt er að þekkja
plöntuíélögin til hlitar, að minsta kosti nytjajurtafélögin.
í Búnaðarritinu er ekki rúm til, að lýsa plöntu-
félögunum nákvæmlega; eg drep því að eins lauslega á
nokkur hin helztu.
Tún. í mæltu máli er venjulega meint með orð-
inu tún grænt svæði kringum bæinn, sem eitthvað er
borið á. En túnin eru mjög misjöfn, og oft eru ýms
svæði í sama túninu mjög svo ólík, og ekki verða öll
tún talin ræktuð jörð. Þegar lýsa skal gróðri túnsins,
verður því að greina á milli góðra og vondra túna og
góðra og vondra túnhluta. Þegar eg lýsi túngróðri, tek
eg ekki tillit til annars, en hins ræktaða túns.
Um tún þessa héraðs er nokkuð svipað að segja og
um tún í öðrum héruðum landsins, þar sem eg hef
farið urn. Hinar ríkjandi grastegundir eru víðast hvar
hinar sömu, og sama má segja um aðrar ríkjandi teg-
undir, t. a. m. sóleyjar, fífla, súrur o. fl., sem búfræð-
ingarnir kalla illgi esi. Tegundir, sem vaxa á við og
dreif í túnunum, eru ekki ávalt hinar sömu og geta
verið bi-eytilegar eftir þeim plöntufélögum, sem liggja
að túnunum. Það er t. a. m. al-títt, að ýmsar hliða-
tegundir vaxa í túnum, sem liggja við hlíðarætur.
Aðal grastegundin í túnunum er snarrótar-puntur
(aira cœspitosa). Næst þessari tegund má af ríkjandi