Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 49
BÚNAÐARRIT.
45
ast (horblaka og tjarnastör eru t. a. m. smávaxnar i
mýragróðri, en stórar í tjörnum) og aðrar að flytja inn.
Mýrunum rná skifta í ýmsa flokka, en eg læt mór
nægja hór að greina á milli tveggja, nefnilega venjulegra
mýra og gulstararmýra.
Yenjulegar mýrar. Gróður þeirra eraðallega
samansettur af mýrastör (Garex Goodenouglni). Tegund
þessi er allvíðast algerlega yfirgnæfandi, en aðrar starar-
tegundir vaxa þá á víð og dreif. Sumar þeirra geta
talist ríkjandi með blettum innan um mýrastörina. Þar
til má teija hengistör (carex rariflora), guistör (carex
Lyngbyei), blátoppastör (carex canescens), hrafnastör (carex
pulla) og hnappstör (carsx capitaia). Þess utan vaxa
aðrar starartegundir á víð og dreif innan um, t. a. m.
flóastör (carex limosa), broddastör (carex microglocliin),
belgjastör (carex panicea) o. fl. í þessum mýragróðri er
venjulega mjög mikið af engjarós (comarnm palustre), og
víða er mýraelfting (equisetum pálustre) ríkjandi við hlið
hinna tegundanna. Þar að auki vaxa margar aðrar
tegundir á víð og dreif í mýrunum. Sumar mýrar líkj-
ast allmikið flóanum að því er samsetning gróðursins
snertir, og eru því auðsjáanlega á breytingaskeiði. Mýra-
störin er raunar alveg yfirgnæfandi, en við hlið hetinar
eru aðrar tegundir ríkjandi, svo sem vetrarkvíðastör (carex
cordorrhiza), klófífa (eriopliorum polystachium), tjarnastör
carex rostrata), horblaka (menyanthes trifóliata), og stund-
um vex mýraflnnungur (scirpus cœspitosus) innauum.
G u 1 st ar ar mýr ar. Gulstararengi eru allviða, og
gulstörin er mjög algeng í mýrum. En gulstörin vex
bezt í mýrlendi, sem vatn flóir yflr við og við. Þar
vaxa ósköpin öll af henni, og á stórum svæðum vex hún
hér um bil einvörðungu, með fáum eða nálega engum
öðrum tegundum á víð og dreif. Sumstaðar vaxa þó
aðrar tegundir innan um og geta jafnvel talist ríkjandi
við hlið gulstararinnar. Þau svæði eru oft á breytinga-
skeiði. Ekki er þó svo að skilja, að gulstararengin,