Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 50
46
BÚNAÐARRIT,
flæðieng.jarnar, sé óbreytanlegar. Jarðvegurinn breytist
með tímanum og verður miður heppilegur fyrir gulstör-
ina. En það tekur auðvitað afarlangan tima. Gulstar-
arengi sá eg fallegust i Kaldaðarnesi og Arnarbæli.
Allvíða eru þó engjar þessar of blautar. Störin verður þá
gisin og hávaxin, og þar vaxa þá innan um horblaka og
fergin. í Kaldaðarnesi hefir verið grafinn affæi sluskurður,
sem auðvitaö er til mikilla bóta. Yfirleitt eru engjarnar
í Kaldaðarnesi mjög fallegar. Á bökkunum er valllendis-
gróður og þar út frá viðáttumikið gulstararengi. Eins
og kunnugt er, þá er gulstörin álitin ágæt fóðurtegund,
en að hún gargi næst töðu mun þó vera of sagt. Svo
er nefnilega með gulstör eins og aðrar tegundir, að fóð-
urgildi henn-ar er breytilegt eftir þroskaskeiðinu, og vel
getur verið, að ungt blaðhey af gulstör gangi næst full-
vaxinni og trénaðri töðu; en ekki niun það jafnast á við
líntöðu.
Mosarnir. Á sumum bæjum (Skálholti, Bóli og
Arnarholti) voru mýrar nefndar þessu nafni. Það er
enginn efi á því, að orð þetta er hrein íslenzka, og nafn-
ið bendir greinilega á þróunarferil gróðursins. Upphaflega,
þegar nafnið var gefið, hefir gróðurinn aðallega verið
samsettur af raklendismosum. Með tímanum hafa svo
ýmsar háplöntur, starartegundir, fifa o. fl., flutst í mosa-
gróðurinn og orðið ríkjandi yfirgróður. Mosarnir eru
auð^jáanlega á breytingarskeiði og gróðurinn viða hér
um bil mittámilli mýra og flóa. Af rikjandi teguridum
má nefna: vetrarkviðastör, flóastör, horblöku, klófífu,
mýrastör, hengistör, tjarnastör.
Flóar eru allviða. Þar eru ríkjandi tegundir:
klófifa, vetrarkvíðastör, mýrafinnungur o. fl. Flóarnir
eru þýfðir og fullir af keldum. í þúfunum er annar
gróður, því að jarðvegurinn í þúfunum er miklu þurrari
en i lægðunuin. Mjög algengt er, að gróðurinn er á
breytingaskeiði milli mýra og flóa, eins og sagt hefir
verið.