Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 51
BÚNAÐARRIT.
47
Tjarnagróður er svipaður í þessu héraði og ann-
ars staðar hér á landi. Ríkjandi tegundir eru: tjarnastör,
vatnsnál (heleocharis palustris), fergin, horblaka, nykru-
tegundir o. fl. Eina tegund, síkjakornpunt (Glyceria
fluitans) ber og að nefna, því að hún er algeng um alla
sýsluna.
Kjarr. í Skriðufelli er þéttvaxið kjarr, víða alt of
þétt. Kjarrið er hér um bil mannhæðarhátt, heldur
grannvaxið. Viða eru runnarnir beinvaxnir, en á mörg-
um stöðum liggja greinarnar á jörð, niður á við, undan
brekkunni. Gulvíðir vex hingað og þangað innan um
kjarrið og nær sömu hæð og hrísið umhverfis. Um
ioðviði er sama að segja.
A Vatnsleysu er smákjarr í fellinu. Þar óx og
allmikið af gulvíði og loðvíði, er ná sömu hæð og hrís-
ið umhverfis. Birkið var mjög skemt af maðki. Reyni-
hríslur ailgamlar voru þar á einum stað, en þær voru
hræðilegar útlits. Ein var alveg blaðlaus, hinar báru
að vísu blöð, en þau voru öll sundur étin. Undirgróður
í kjörrum þessum er víðast hvar grasgróður og jurtastóð.
í Grímsneshrauninu er og lágvaxið hrískjarr. Innan
um hrísið vaxa gulviðir og loðvíðir. Undirgróður er
samansettur af lyng- og grastegundum.
Lyngheiðin er með sama svip og annars staðar á
suður- og suðvesturlandinu. Ríkjandi tegundir eru:
beitilyng, krækiberjalyng, bláberjalyng, fjalldrapi og
víðitegundir. Aðal-bláberjalyng er og ríkjandi sum-
staðar, og allvíða er mikið af hrútaberjalyngi. Auk þess
vaxa margar valllendistegundir á víð og dreif í lyng-
heiðinni. Þegar til fjails dregur, bætast við sauða-
mergur og mosalyng (cassiope hypnoides).
Valllendisgróður er víða mjög laglegur, en tals-
vert breytilegur eftir gróðrarstaðnum, eftir því hvort
hann er hér um bil sléttur eða þýfður. Af ríkjandi
grastegundum má nefna: Snarrótarpunt, hálíngresi og
túnvingul. Allviða er mikið af reyrgresi (iiierochloa