Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 52
48
BÚNAÐARRIT.
borealis), sauðvingli (festuca ovina), reyr (anthoxanthum
odoratum), vallarsveifgrasi. Yíða er allmikið af hrossa-
nál (juncus balticus), þursaskeggi (elyna Bellardí) og
hærutegundum (axhæru og vallhæru). Þar að auki vex
fjöldinn ailur af öðrum tegundum á víð og dreif í vall-
lendinu. Oft er valllendisgróður talsvert blandaður mýra-
tegundum, einkum í holtajöðrum, er liggja að mýrlendi.
Sá gróður er á breytingaskeiði. Þar sem valllendis-
gróður er Jaglegur, er venjulega fyrirhafnarlítið að
rækta tún.
Eyðing landsins. Skógareyðslan hefir orðið
hættuleg þessu héraði, eins og öðrum sveitum hér á
landi. Jarðvegurinn þolir ekki gróðrarbreytinguna,
þornar og blæs upp. Ekki skal þó fjölyrt um það hér,
en vonandi er, að bráðlega verði hlynt að þeim kjörr-
um, sem til eru. Víða í sýslunni eru svæði, er virðast
vel fallin til, að rækta birkiskóg af nýju.
Stór svæði eru algerlega eydd, og þarf ekki annað
en benda á Þjórsárdalinn því máli til sönnunar. Þar
er þó jörðin farin að gróa upp aftur allviða, og þó að
gróðurinn sé mjög gisinn enn þá, þá mun jurtunum
takast með tímanum að ná tökum á jarðveginum. —
Efst á Skeiðum er, eins og kunnugt er, talsvert sand-
fokssvæði, en líkl9gt er, að ná megi tökum á því, svo
að engin veruleg hætta stafi þaðan. Fram með sjónum
er og sandfok allvíða, sem ef til vill reynist erfiðara
viðfangs, en vonandi er þó, að takast megi, að stemma
stigu fyrir því.
B. Jarðvegur í móum og mýrum.
Af móamold tók eg mjög fá sýnishorn, og í þeim
hefir að eins verið rannsakað efna-innihald, en ekki
kornstærð. Nauðsynlegt er að móamoldin sé rannsökuð
nákvæmlega eins og Ásgeir Torfason bendir á í Búnað-
arritinu (áO. ár, Gróðrar-og jarðvegs rannsóknir 1905, bls.
178), og er vonandi að það geti orðið innan skamms. Af