Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 53
BÚNAÐARRIT.
49
mýrajarðvegi tók eg allmörg sýnishorn á þrem fjarlægum
stöðum: undir Ingóifsfjalli sunnanverðu, á Búrfelli og í
Skálholti. Á hinu fyrirhugaða áveitusvæði tók eg engin
sýnishorn, meðfram af þeirri ástæðu, að mér þótti það
þýðingarlítið, ef af áveitunni yrði, sem vonandi er. Ef
jökulvatni verður veitt á mýrar þessar ár eftir ár, er
enginn efi á því, að jarðvegurinn breytist tiltölulega fljótt
og gróðurinn með. Jarðvegurinn verður þóttari af leirn-
um, sem vatnið ber með sér, og þegar vatninu er hleypt
af, kemst loftið að moldarefnunum. Mýrarnar og mýra-
gróðurinn breytist þvi með tímanum í grasgrónar grundir.
Sumstaðar á þessu svæði er raklendisgróður á breytinga-
skeiði milli mýrar og graslendis. Þar sem mýrar eru
þýfðar, er og talsvert af grastegundum í þúfunum. Gras-
tegundirnar eru því allvíðast nálægar og koma fljótt,
þegar jarðvegurinn fer að verða miður heppiiegur fyrir
mýragróðurinn. Víða hér á landi flnnast glögg dæmi,
er sýna, að gróðrarþróunin fari einmitt þessa leiðina. Til
dæmis má taka læki, sem renna um eða út í fúaflóa.
Lækir þessir bera með sér mikið af leir, einkum í vor-
leysingum, og kring um þá koma upp grasgrónar grundir,
en kviksyndið helst þar sem iækirnir ná ekki til. Öll
mýraræktun hér á landi á að keppa að því marki, að
breyta mýrunum í grasvöll, og því marki má ná, þó að
ræktunaraðferðin sé ekki ávalt hin sama alstaðar. Hitt
er annað mál, að ráðlegt er að rækta fyrst þann jarðveg,
sem fljótast tekur rækt, en það er móajörðin. Þótt
mikið sé um móajörð á landi voiu, þá eru þó eigi all-
fáar jarðir móafátækar. En alstaðar er nóg af mýrlendi.
Það stoðar því ekki að vísa mýrunum á bug og geyma
fúann og foræðin handa niðjum vorum. Og ekki stoðar
að láta sér fyrir brjósti brenna, þó að verkið só dýrt,
því að öll frambúðarverk eru kostnaðarsöm, og öll jarð-
rækt kostar ærið fó, en fátt mun vera arðvænna er til
lengdar lætur. Þótt sumstaðar megi rækta mýrar með
því að veita jökulvatni á þær, má ekki gleyma, að því
4