Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 54
50
BÚNAÐARRIT.
verftur aðeins komið við á örlitlum hluta hins íslenzka
mýrlendis. Meginhluta mýranna verður því að rækta á
annan hátt, og bráðnauðsynlegt er, að gerðar séu til-
raunir í stórum stíl, er leiði í ijós, hvernig bezt er og
kostnaðarminst að rækta mýrarnar.
Að síðustu skal farið fáeinum orðum um jarðvegs-
sýnishornin og efnainnihald þeirra (sjá töfluna hér á eftir,
bls. 53). Tvö fyrstu sýnishornin (nr. 91 og nr. 11) eru
tekin úr lyngmóum á Búrfelli. Þar voru ríkjandi teg-
undir: bláberjalyng, móasef [jnncus trifidus) og klóelfting
(iequisetum arvense); á víð og dreif uxu sauðavingull, hæra,
língresi o. fl. Nr. 91 er úr efsta laginu og nr. 11 þar fyrir neð-
an (40—80 cm. dýpi). Nr. 22 er úr moldai-kendum leir-
jarðveg á lækjarbakka. Snarrótarpuntur var þar yflr-
gnæfandi, skriðlíngresi og hæra allmikið og talsvert af
túnvingli og sauðavingli. Margar aðrar tegundir uxu á
víð og dreif. Nr. 34 er úr mýri með flóastör, vetrar-
kviða, klófifu, horldöku o. fl.; jaiðvegur seigur og reið-
ingskendur. Nr. 37 er úr mýri með mýrastör. Nr. 8 er
úr uppþornaðri tjörn; þar óx allmikið af fergini og mjög
mikið af knollsefi (juncus bulbo*tis\, efsta jarðlagið var
móefjukent. Nr. 13 og 58 eru úr mýri með mýrastör
og gulstör (baðar ríkjandi tegundii). Nr. 14 er úr sömu
mýri (40 til 80 cm. dýpi). Efra jarðlagið var seigt, en neðra
lagið var seridið eða öskukent. Nr. 31 og 64 eru úr
sömu mýri af svæðinu, sem lækirnir hafa borið möl og
leir á. Það er allstórt svæði, þakið laglegu en lágu grasi.
Rikjandi tegnndir voru: mýrastör og mýraelfting; á víð
og dreif vingull, língresi o. fl. Nr. 1, 19 og 79 eru úr
mýrarsvæði með mismunandi gróðri. Sumstaðar var
vetraikviði og horblaka ríkjandi, annarsstaðar mýrastör.
Allvíða voru keldur með rauðamýri og járnbrá, en flestar
voru þó með gisnum gróðri. Efsta jarðlagið (1—40 cm.)
er torfkent, en neðra lagið (40—80 cm. dýpi; Nr. 28 og