Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 55
BÚNAÐARRIT.
51
59) leir- og mókent. Nr. 26 og 76 er úr mýrasvæði,
sem stendur mitt á milli mýra og flóa. Ríkjandi teg-
undir voru: mýrastör, vetrarkvíði, fjalldrapi, bláberjalyng,
horblaka og engjarós. Jörðin var smáþýfð, en enginn
verulegur munur á gróðri i lautum og þúfum, nema að
vetrarkvíðinn og horblakan hnlda sig einkum í lautun-
um. Nr. 33 er úr raklendi nálægt læk. Jarðvegurinn
var leirbiandinn efst, en þar fyrir neðan tor fkendur. Mýra-
stör var ríkjandi tegund.
Mýrlendið á Búrfelli er ekki víðáttumikið, en það er
mjög auðvelt að rækta það. Þó gerist þess ekki þör*
fyrst um sinn, því mest á að meta að rækta túnið.
Næst eftir túnið á að taka móajörðina. Móar og vall-
lendi er þar mikið og gott. Á Selflötunum og þar í
grendinni mætti t. a. nr. rækta stórt tún. Þegar þetta
alt er ræktað, kemur að mýrunum, og þá mun ekki veita
erfltt, að breyta þeim í grasgrönar grundir. Þess skal
ennfremur getið, að eg rannsakaði mýrar á Búrfelli svo
rækilega samkvæmt ósk Boga Th. Melsteds.
Nr. 27, 36, 51 og 77 er úr mýrunum undlr Ing-
ólfsfjalli ofanverðum. Vetrarkvíðinn er þar ríkjandi
tegund, en sumstaðar voru mýrastör, hrafnastör og
smávaxin tjarnastör ríkjandi. Á víð og dreif uxu:
hengistör, broddastör, belgjastör, klófífa, horblaka o. fl.
Þessi gróður var í lægðunum, en í þúfum annars konar
gróður. Nr. 11, 79 og 90 eru neðar úr sömu mýri.
Þar voru engar keldur. Rikjandi tegundir voru: mýra-
stör og hengistör. Á víð og dreif uxu: vetrarkviði,
flóastör, beigjastör, gulstör, klófifa, túnvingull, língresi
o. fl. Nr. 30, 48, 52, 57, 65 og 86 eru úr sama mýra-
svæðinu niður undir ánni. Rikjandi tegundir voru:
vetrarkvíði og mýrafinnungur. Á víð og dreif hingað
og þangað uxu: horbiaka, mýrastör, gulstör o. fl. —
Mér lízt mjög vel á mýrarnar milli Ölvesár og Ingólfs-
4*