Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 60
56
BÚNAÐARRIT.
finna, að þeir geta ekki fengið jafn-mikla ást á þjóð-
málum þar sem heima, eða kenna sig ekki jafn-færa til
þess að hlutast til um þau þar sem hér. Jafnframt hafa
þeir nokkurar sögur af framförum hér á landi. Það
örvar heimflutningahuginn. En sú vitneskja er yfirleitt
mjög ónákvæm og þokukend. Yilji menn glæða heim-
flutningahuginn, er að mínu áliti bráðnauðsynlegt. að
fræða Vestur-íslendinga, annaðhvort í blöðum þeirra eða
með öðrum hætti, nokkuð stöðugt og sem nákvæmast,
um þær breytingar, sem eru að verða hér á landi á
atvinnurekstri ölium, einkum búnaðarháttum, framleiðslu-
magni, samvinnufélagsskap, kaupgjaldi, samgöngum og
markaði, og ekki sízt um breytingar á verðmæti fast-
eigna.
Mér hefir skilist svo, sem einkum hafi fyrir mönn-
um vakað, að fá frá Vesturheimi hingað heim verkafólk,
sem menn gætu gert sér von um að ynni hjá öðrum.
Eg hygg, að þar sé við ramman reip að draga. Af því
fólki er ekki mjög mikið með Vestur-íslendingum, nema
ef það er vestur við Kyrrahaf. Þar er eg ókunnugur.
Kostnaðaraukinn við að komast þangað óx mér í augum,
meðan tími vanst til að fara þangað. Þegar eg vai', að
kalla mátti, ferðbúinn heim, fékk eg tilboð þaðan vestan
að um trygða fjárhæð, ef eg vildi koma þangað og halda
þar samkomur. En eg gat þá ekki við því snúist. í
Winnipeg er tiltölulega lítið orðið af íslenzku verkafólki,
eins og eg hefi skýrt frá í „Norðuriandi". En í Selkirk
og Duluth er nokkuð af því. Sumt er það fólk, sem reynt
hefir búskap og ekki tekist hann, sumt menn, sem af
hinum og öðrum ástæðum viija ekki úr bæjunum fara,
eða treysta sér ekki til þess. Eg geri ráð fyrir, að
nokkuð af því íólki hafi naumast öllu meira en til hnífs
og skeiðar. En atvinnu vantar ekki þar vestra úti í
sveitunum, ef menn vildu sæta henni. Til dæmis get eg
þess, að einn íslenzkur efnamaður í Norður Dakota sagði
mér, að hann væri að sækjast eftir vinnumanni, sem