Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 61
BÚNAÐAJRRIT.
57
hann vildi gjalda 300 dollara kanp um árið, auk pess
sem hann fengi fæði og húsnæði ókeypis. Væri sá
vinnumaður kvæntur, gætu þau hjónin fengið ókeypis
húsnæði og konan svo mikla atvinnu gegn góðu kaupi,
sem hún gæti að sér tekið. En vinnumanninn gæti
hann ekki fengið. Og svo væri alment um bændur, að
þeir fengju ekki verkafólk, sem þeim nægði, hvað sem í
boði væri. Við slík boð er samt ekki unt að keppa hér
heima. Og þó að kleift væri með einhverjum ráðum
að fá menn til þess að flytjast vesian að í því skyni að
ráðast hér í kaupavinnu eða vinnumensku, þá efast egum,
að það væri mjög æskilegt. Eg óttast, að það fólk mundi,
áður langt liði, þykjast vei ða fyrir nokkurum vonbrigðum,
og fremur auka vesturferðahuginn í landinu en draga úr
honum. Af þessum ástæðum virðist mér ekki vænlegt
til góðs árangurs, að gerðar séu kostnaðarsamar • ráð-
stafanir í því skyni að fá verkafólk frá Vesturlieimi.
Miklu vænlegra virðist mér, ef ráð yrðu fundin til
þess að fá vestur-íslenzka bændur til að flytjast hingað
heim og reisa hér bú. Eg varð þess var, að suma
þeirra langaði til þess, og að þeir höfðu töluvert um það
hugsað. Fyrir þeim vaka gagngerðar breytingar á bún-
aðinum. Grasrækt hyggja þeir að gæti orðið margfald-
lega arðsöm, við það sem hún er nú, með reynsiu og
þekkingu Vesturheims-bænda. Til þess að efla landbún-
aðinn telja þeir brýna nauðsyn á miklu sterkari vinnu-
dýrum (hestum og uxum) en til eru hér á landi. Þeim
vilja þeir koma upp með útlendum kynbótaskepnum af
æt.tum, sem vanar eru útigangi og dekurslausri meðferð.
Og þeir hafa jafnframt þá skoðun, að með kynbótafé úr
útbeitarsveitum Vesturheims megi koma upp sauðfé, sem
gefi miklu meiri arð en sauðfé gefur nú hér á landi.
Þetta er sýnishorn af breytinga-hugmyndum, sem eg
varð var við. Mig brestur þekkingu til þess að meta
þær að fullu, og eg veit, að þær riða að sumu leyti
bág við þær skoðanir, sem ríkja með búfróðum mönn-