Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 62
58
BÚNAÐAKRIT.
um hór á landi. En sannfæring mín er það, að tölu-
verðu væri til þess kostandi að fá hygginn og góðan
Vesturheims-bónda til þess að gera einhverjar tilraunir
hór á landi í þá átt, sem fyrir mönnum vakir þar vestra.
Eg tel sjálfsagt að ríða hægt úr hlaði, semja t. d. við
einn mann í fyrstu, og sjá, hvað hann kemst. Tækist
hans tiliaun vel, mundi það ekki að eins hafa mikil og
gagnleg áhrif á þá bændur, sem hér eru fyrir, heldur
mundi það og auka heimflutningahuginn meira en flest
annað. Og vilji menn á annað borð fá slíka tilraun
gerða, getur enginn vafl leikið á því, að kleift væri að
koma 'nenni i framkvæmd. Hvorki mundi kostnaðurinn
verða ókleifur, né heldur verulegir örðugleikar á að fá
efnilegan mann vestra.
örðugleikarnir á samgöngum eru aðalþröskuldur
allrar samvinnu með Vestur-íslendingum og okkur hór
heima. Tækist að greiða úr þeim örðugleikum, mundi
það mjög snúa hug Vestur-íslendinga hingað heim og
vekja áhuga þeirra á framfaramálum íslands. Mér finst
mikils um það vert, að sá áhugi geti beinst að iand-
búnaðinum hér. Hann þarf allrar aðhlynningar, fremur
öðrum atvinnuvegum, á því stigi sem hann er nú. Og
í því sambandi vil eg geta þess, að þegar góðar jarð-
eignir eru i boði, finst mér rétt að hafa þær á boðstól-
um með Vestur-íslendingum, að minsta kosti ekki síður
en með öðrum þjóðum. Um einstöku Vestur-fslend-
inga er mór það kunnugt, að þeir leggja fó í eignir, sem
•eru allfjarri þeim. Verði þeim það Ijóst, að hér sé um
verðhækkun jarða að tefla, og að framfaravonirnar sóu
sæmilega ábyggilegar, virðist mér alls ekki óhugsandi,
að einhverjum þeirra kynni að þykja ánægjulegt að
eignast jarðir hór. Og þá má ganga að því visu, að
að þeir mundu ekki láta búnaðinn á þeim a.fskiftalausan.
Miklum heimflutningum geta menn naumast búist.
við að sinni, þó að miklu fó væri til þeirra varið. En
sé unnið að þeim af fyrirhyggju og alúð, má mikið gera
til þess að greiða fyrir þeim, þegar frá líður.