Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 63
Sveitalíf á Islandi.
Eftir
Alfred Kristensen, jarðyrkjumann í Einarsnesi*).
Er þess nokkur kostur, að búa á íslandi á þann
hátt, sem búskapur gerist í öðrum löndum nú átímum?
Er hægt að rækta þar gagnjurtir svo, að vinnan boigi
sig og veiti manni sæmilegt iífsuppeldi? Er ekki hræði-
lega kalt þar og loftslagið óþægilegt? Og eru ekki sam-
göngur við önnur iönd enn þá svo lélegar, að búskapur,
iðnaður og viðskifti hljóti að kafna undir því fargi ?
Svona og þessu líkt er vanalega spurt, þegar maður
frá Ðanmörku eða öðru landi kemur heim til sín úr
Íslandsför.
Það er ekki með öllu ástæðulaust, þótt útlendingar
spyrji svo, því með þessum spurningum er að því vikið,
sem helzt heflr staðið íslandi fyrir þrifum og stendur
enn. Það er líka vorkunn, þótt út.lendingar, sem aldrei
hafa séð landið né kynst þjóðlifinu þar, hvorki fyrir 30
árum né síðan, hafi mjög óljósar hugmyndir um, hvernig
ástatt er, því að svo hefir verið fram á síðustu ár, að
ísland hefir — þar sem það liggur afskekt úti i regin-
hafi, — verið eins og utan við og langt á eftir fram-
förum annara Norðurálfulanda í jarðyrkju, iðnaði og
vísindum þeim, er að verklagi lúta.
*) Höf. cr Jóti, og réðst liingað fyrir 5 árum, að tilhlutun
Búnaðarfólagsins, vinnumaður að Sauðafelli í Dölum, og starfaði
þar vestra að plægingu og sáningu næstu árin, og síðan í
Mýrasýslu. Ú t g.