Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 64
60
BÚNAÐARRIT.
Eg hefi oft heyrt bændur spyrja svo: „Er nú ekki
fyrir Jöngu komið sumar í Danmörku ? Er ekki jörðin
orðin algræn og skógurinn fyrir löngu laufgaður? Það
er raunalegt, að sjá hér freðna jörð og snjó alstaðar á
þessum tima árs. Það er svo erfitt, að búa hér. Við
getum ekki ræktað annað en gras. Ef grasið bregst,
— þá höfum við ekkert, þá megum til að drepa skepn-
urnar okkar, til að lifa sjáifir“.
Það er nú svo!
Fyrri á tímum var nokkuð satt í þessu, og getur
verið enn á afdala-kotum. En eftir því, sem eg hefi
litið til nú á síðustu árum, er ekki lengur ástæða til
að æðrast.
Nýr hugur frá heiminum í kring — heildinni miklu
— hefir borist til íslands; og er nú kominn annar bragur.
Til dæmis upp á það mætti nefna margt og mikið, sem
flestir vita, og ef til vill betur en eg. Þó ætla eg að
minna á orð dugnaðarbónda eins í Laxárdal í Dalasýslu.
Hann sagði: „Nú er eg búinn að búa héi-na og venja
mig við veðuráttuna. Eg hefi orðið að slétta túnið mitt
vel og girða það, til þess að eiga blett, sem bregzt ehlá.
Eg hefi orðið að róta því um við og við og bera vel
undir, svo að grasvöxturinn þverri ekki, þegar frá líður".
Já, en hamingjan góða — hugsaði eg — er það
ekki alveg sama niðurstaðan, sem þessi bóndi hefir
komist að, eins og bændurnir í öðrum löndum? Verða
ekki bændurnir í Danmörku að plægja jörðina „í sveita
síns andlitis" og róta um blettinum sínum, svo að hann
gangi ekki úr sér og þeir geti lifað af honum ?
Og maðurinn mælti enn fremur: „Landið okkar
er eins og verndarvætturin þess, Fjallkonan. Hún situr
á jökuignýpu sinni, svipþung á brá. — Á útmánuðunum
tekur hún stundum hjálmunvöiinn og mundar sprota
sinn. Hún vill ráða — en framar öllu öðru vill hún
kenna sonum sínum karlmensku. Við verðum að þeJcJcja
landið okkar, vita, hvernig með það á að fara og reyna