Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 65
BÚNAÐARRJT.
61
hvað það getur látið í té. Fjallkonan vill ráða og á að
ráða, en við, synir hennar og dætur, getum lifað frjálsu
lífi undir stjórn hennar, ef við að eins viljum sjálf".
Mér fanst til um orð hins aldraða sæmdarmanns.
Eg sá í anda hinn nýja íslenzka þjóðarsvip á
landinu tígulega með tindana hvítu: Þjóð, sem leitar
frelsis og sannleika við drengilega vinnu. Þjóð, sem að
vísu er einhver minsta þjóðin í heimi. en hefir þó yfir
sér sögu-dýrðina. Þjóð, sem yfirgangur og samgöngu-
leysi hefir haldið aftur um margar aldir, en nú er
vöknuð til að vera samtaka, allir sem einn maður, til
að hjálpast að því, að beita ágætum tækjum þessara
tima til starfsins mikla: að láta sögulandið fá sama
framfarabrag, sem önnur Norðurálfulönd á 20. öld.
Það er ekki sárindalaust fyrir ungan mann, að fara
alfarinn burt frá ættjörðu sinni. Svo hljótum vér að
hugsa oss að verið hafi einnig um landnámsmennina
fornu, er þeir létu' í haf. Island var þá með öllu óbygt
land. Það var Hfshætta að fara út þangað og utan.
Það má geta nærri, hve sterk hún hlýtur að hafa verið
frelsisþráin og starfsþráin í þessum norsku landnáms-
mönnum, þegar þeir sáu fjöll ættjarðar sinnar sökkva í
sæ, og stýrðu þrátt fyrir alt út til iands Fjallkonunnar.
Það er þetta einkenni á þjóðlífi okkar norrænna
manna, er eg vil hér benda á. Okkur er það þörf, að
lifa fijálsu lífi, sjálfstæðu og framkvæmdarsömu. Yið
leggjum út í alvarlega viðureign við náttúiuna og öfl
hennar. Yið erum bornir til slíkrar aflraunar. Frá
alda öðli höfum við orðið að eiga i baráttu við náttúr-
una um lifsbjörgina, svo að það er orðið okkur eiginlegt,
eins og það er eiginlegt suðurlandabúa, að liggja sér
hægt á legubekk og láta gæða sér á ávöxtum og vín-
berjum.
Það er þá föst sannfæring mín, að lifa megi hér á
íslandi eins fögru lífi og fjölskrúðugu eins og í öðrum