Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 66
62
BÚNAÐARRIT.
löndum, sé menn að eins vanir landi, loftslagi og lands-
háttum, vilji það í alivi alvöru og trúi því, að menn
geti það. — Ættu þá íslendingar enn árum saman að
kvelja sig á vantrausti á landi sínu, og vera með hálfan
hugann við bújarðirnar í Ameríku ? Skyldu ekki börn
landsins fyllilega og trúlega kannast. við móðurjörðina,
sem heflr í þúsund ár geflð kynslóð eftir kynslóð „lá
og iitu góða“, þaðan sem alt, hið bezta er runnið, sem
þeir eiea í eigu sinni?
Littu á hreininn, þar sem hann stendur um vetur
á fjalli sínu í snjó og kulda. Líttu á, hve hátt hann
ber höfuðið í átthögum sinum. Það má reiða sig á, að
hver taug í líkama hans er með lífsbaráttunni og úr-
vali um þúsundir ára oiðin löguð einmitt fyrir grýttar
heiðar, frost og byl.
Mér er nær að halda, að einstaklingur og loftslag
það og landslag, sem hann lifir við, sé í fullu samræmi
hvort við annað. Sé veðuráttan óblíð og landið erfitt
viðfangs. eykst einstaklingnum að sama skapi mófstöðu-
þróttur, andlegur og iíkamlegur. Með úrvali og erfðum
vex þá upp kyn, sem er í samræmi við iandslag það
og loftslag, sem það lifir i.
Það kynni að mega segja, að þjóðkyn íslendinga
hafi ekki enn haft nógu margar aldir til að vera orðið
í þessum skilningi hagvant á Islandi. Vera má að svo
sé. En það, sem mestum tálma hefir valdið, hefir vafa-
Jaust verið það, hve landið er afskekt og samgöngur
því erfiðar við önnur Norðurálfulönd.
Þvi hygg eg, að það mundi styðja mjög að fram-
förum i iandinu, ef landsmenn gætu haidið áfram utan-
ferðum og aukið þær, til að kynnast stakkaskiftum þeim,
sem orðin eru alstaðar.
Menn eiga að litast um erlendis. Menn eiga að
litast um, þegar þeir koma heim aftur. Þá sést, að
áfátt er í mörgu. En ekki skyldi neinn láta hugfallast
við það, held’ur fagna því, að nóg er að vinna, fagna