Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 68
64
BÚNAÐARRIT.
Þá hóf Einar Helgason umræðurnar og benti á, að
tilgangur fundarins væri bæði sá, að fræðast hver af
öðrum og að koma fram með tillögur viðvíkjandi til-
raunastarfseminni framvegis; gat, þess, í hverju henni
væri helzt ábótavant, og í hvaða hovf æskilegast væri
að hún kæmist til þess, að geta náð tilgangi sínum.
Eftir all-langar umræður um það, hvaða mál væri
nauðsynlegast að taka til meðferðar á fundunum, var
dagskrá samin.
Fundi slitið kl. 4 e. h. og fundarstjóra falið að
kalla menn saman á ný.
2. f u n d u r.
4. september kl. 51/2 e. h.
Fyrsti liður á dagskránni var fyrirkomulag tilrauna-
starfseminnar. Um það atriði var rætt mikið og skýrð-
ist það talsvert undir umræðunum. Alyktunum frestað
til næsta fundar. Fundi slitið kl. 8 e. h.
3. fundur.
5. september kl. 8 f. h.
Rætt um tilráunir með jarðyrkjuverkfæri, og áleit
fundurinn það nll-þýðingarmikinn iið í tiiraunastarfsem-
inni, þar sem skortur góðra verkfæra stæði allri jarð-
vinslu tilfinnanlega fyrir þrifum. Undir umræðunum
kom það fram, að nauðsyn bæri til þess, að reyna sem
flest jarðyrkjuverkfæri og vinriu-áhöld, svo sem sláttu-
vélar, plóga, herfl, hreinsunaráhöld, handverkfæri o. s. frv.,
og að Búnaðarfélag Islands gengist fyrir þessum tilraun-
um, en hefði að öðru leyti óbundnar hendur með, hvernig
og hvar á landinu þær væru gerðar. Þó væri það
nauðsynlegt, að iandbúnaðar-ráðunautarnir, og eftir at-
vikum þeir menn, sem mest fást við búnaðarmál, væru
viðstaddir, bæði til þess, að skipa að öðrum þræði dóm-
nefndir, og jafnframt til þess, að fá þar sem yflrgrips-
inesta þekkingu og þar af leiðandi að verða betur hæflr