Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 81
BTJNAÐARRIT.
væri í boði og ferðakostnaður skyldi greiddur aðra
leiðina.
5 bændur óskuðu eftir að fá kaupamann, 1 hver.
Tveim þeirra gat eg gefið úrlausn og t.il hins þriðja róð
eg unglingspilt, en tveir fengu engan.
Tala verkafólks þess, sem leitaði eftir vinnu á ráðn-
ingastofunni, var ekki íleira en svo, að að eins tvent var
gert afturreka, 1 kvennmaður og einn karlmaður; hvort-
tveggja setti upp of hátt kaup.
Þegar litið er á, hve aðsóknin er lítil að ráðninga-
stofunni, þá virðist svo sem ekki sé brýn þörf á, að
halda henni við. Aðsóknin var mest fyrsta árið; þá var
hún beðin að útvega verkafólk 150 alls; annað árið
lækkaði sú tala niður i 56, og nú urðu beiðnirnar 30
(9 um ársfólk og 21 um kaupafólk).
Vel getur vorið, að þessi minkandi aðsókn stafi af
því, hversu erfitt, hefir verið að fullnægja beiðnunum;
en orsökin getur og verið sú, að hér sé ekki
þörf fyrir þennan millilið, og sýnist mér sú tilgáta
sennilegust. Ráðningastofan var sett á stofn vegna þess,
að menn álitu að hér í Reykjavik væri talsvert af fólki,
sem vildi fá sér vinnu i sveit, en gæti það ekki sökum
ókunnugleika; og lengi hefir verið kvartað um það, að
fólk vantaði í sveitirnar til að vinna.
Þó að Reykjavík sé nú orðin þetta mannmörg,
10—11 þúsund, þá virðist, mér svo sem að fólki verði
engin skotaskuld úr því, að koma sér í sveit, og geti það
án aðstoðar ráðningastofunnar; og heppilegast mun það
vera, bæði fyrir bændur og vinnulýð, að sem fæstir
milliliðir verði milli þeirra. Bændur munu helzt kjósa
að þekkja eitthvað það fólk, sem þeir ráða til sín; en
eigi ráðningastofan, eða einn maður, að ráða margt, fólk
í marga staði, þá útilokast það hagræði, að geta að
nokkru ráði þekt nokkuð til fólksins. Þetta kemur svo
þeim í koil, sem verður fyrir vonbrigðum; hann getur