Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 82
78
BÚNAÐARRIT.
ekkert annað gert en svalað sér á ráðningamanninumr
sem verður að taka ákúrunum með þögn og þolinmæði.
Á þessu máli er ennþá ein hlið, sem getur vedð
varhugaverð, sú, að bændur treysti of mjög á það, að
ráðningastofan geti útvegað þeim fólk, og að þeir þar af
leiðandi reyni ekki sjálflr eins mikið og þeir mundu
annars gera, fyr en ef til vill um seinan — að þeir
hafa fengið afsvar. Síminn og auknar samgöngur draga
auðvitað mjög úr þessum annmörkunri.
Ráðningastofan mundi að öllum líkindum geta gert
gagn, ef landar vorir í Vesturheimi færu að fiytja hing-
að heim og vildu fá sér vinnu í sveitum. Þeir yrðu
eðlilega ókunnugir fyrst í stað og þörfnuðust leiðbein-
inga, og bændum mundi koma vel sá aukni vinnu-
kraftur, ef kvörtunin um vinnufólksskort er annars á
rökum bygð.
í samráði við stjórn Búnaðarfélagsins átti eg bréfa-
skifti við söngkennara A. J. Johnson í Winnipeg um
heimtlutning landa þaðan. Setti hann auglýsingar um
þetta bæði 1 „Lögberg" og „Heimskringlu", bauð verka-
fólki því, sem heirn vildi flytja, leiðbeiningar sínar þar,
svo þegar ningað kæmi aðstoð ráðningastofunnar. All-
margir komu til hans út af þessum auglýsingum og
kváðust fúsir til að fara ’neim, ef niðurfærsia á far-
gjaldinu fengist. Þar sem nú ekki var hægt að lofa
þvi, varð ekkert úr heimflutningi i sumar sem leið, hvað
sem seinna verður.
Sé mönnum áhugamál oð bæta úr verkafólksskort-
inum — og varla mun önnur leið tiltækilegri til þess
en þessi, að fá sem flesta af löndum vorum, sem vest-
ur eru fluttir, til þess að snúa heim aftur, — þá er það
fyrsta sporið, að fá niðurfærslu á fargjaldi, og leiðbeina
mönnunum svo, þegar hingað kemur, og aðstoða þá tiL
að ná sér sem allra fyrst í vinnu.
Einar Hélgason.