Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 89
BÚNAÐABBIT.
85
Eins og vant er sótti eg heim rjómabúin á Suður-
landi. Þá ferð fór eg í júlímánuði. Erindið var að líta
eftir, hvernig fram færi á búunum, og reyna rjómann
frá hverjum samlagsmanni. Um það vísa eg til annarar
greinar í þessu riti. I maimánuði fór eg líka vestur í
Staðarsveit. Þar er stofnað n.ýtt rjómabú, og var eg að
hjálpa til að koma fyrir tækjunum.
Það er leitt, að rjómabúin ílest hafa ekki enn lengri
starfstíma en 10—12 vikur á ári, að eins fá ein um
20 vikur. Og þá er það líka mein mikið, að svo margir
eru hættir við ærmjaltir, — svo að nærri liggur, að
sum rjómabú verði að hætta af þeirri orsök — ekki sízt
þegar þess er gætt, að smjörið var árið sem leið í háu
verði í samanburði við annan varning bænda. Og það
er vonandi, að ýmsir fari nú að sjá, hvaða tjón þeir
gera sér og öðrum með þvi, að hætta fráfærum.
Þrettánda námsskeið í skólanum hófst 1. okt. 1908.
Hafði 9 verið veitt skólavist, en ekki komu nema 5.
Þær voru þessar:
Bjarnfriður Ásmundardóttir af Akranesi,
Guðbjörg Jónsdóttir úr Árnessýslu,
Guðný Óladóttir úr Norður-Múlasýslu,
Valgerður Pálsdóttir úr Rangárvallasýslu,
Þóra Sigurðardóttir úr Skagafirði.
Eg get ekki látið þess ógetið, að það er óhæfilegt
af stúlkum, sem beiðst hafa skólavistar og fengið hana,
að gera ekki einu sinni svo mikið sem að senda línu um
orsökina til þess, að þær koma okki í skólann, láta
ekki einu sinni vita, þótt þær ætli ekki að koma. -
Það mætti þó ekki minna vera, en að stúlkur, sem
geta ekki komið í skólann einhverra orsaka vegna eða
vilja það ekki, skýrðu frá því, svo að veita mætti öðr-
um skólavist í stað þeirra.
Veturinn 1907—98 voru búin til rúm 6500 pund
af smjöri og tekið nokkuð af ostum. Kenslunni var
hagað að öllu leyti eins og í fyrra.
Hvítárvöllum í jan. 1909.
H. .7. Orönfeldt.