Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 92
88
BÚNAÐARRIT.
í Búðardal 18. mai, og var hann haldinn, og hélt eg
þar fyrirlestur um búnaðarsamband fyrir suðursýslurnar
í Vestfirðingafjórðungi og Borgarfjarðarsýslu. — Þar var
ákveðið að halda sýningu næsta haust fyrir Snðurdalina.
Úr Dalasýslu fór eg svo suður aftur um Boigar-
fjörð út, á Akranes og þaðan 24. maí til Reykjavíkur.
— I suðurleiðinni hólt eg fund að Leirá 23. maí og
flutti þar fyrirlestur. Einnig leiðbeindi eg með fram-
ræslu og áveitu hjá Bjarna Bjarnasyni á Geitabergi.
I næstu ferð lagði eg á stað 10. júní. Var henni
heitíð um Kjósarsýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og
V.-Skaftafellssýslu. Fór eg fyrst að Þrándarstöðum í
Brynjudal í Kjósarsýslu og mældi þar. Þaðan fór eg
yflr Leggjabrjót urn Þingvallasveit og Grafning og mældi
fyrir og leiðbeindi með vatnsleiðslu inn i bæi þar á
nokkrum heimilum. Að því búnu var eg á þremur
búpeningssýningum, einni í Rangárvallasýslu og tveimur
i Árnessýslu. Að þeim loknum brá eg mér 21. júní
snöggva ferð til Reykjavíkur. Stóð þar við að eins 1 dag.
Hélt svo austur aftur 23. s, m., og byrjaði þá á mæl-
ingunum á ný. Gerði eg mælingar á Eyrarbakka, Gaul-
verjabæjarhreppi, Grímsnesi, Laugardal, Biskupstungum,
Hreppunum, Austur-Landeyjum, Fijótshlíð, Mýrdal og
víðar.
í þessari ferð var eg á fundi félagsins „Suðra“ að
Þjórsártúni 5. júlí og hélt þar fyrirlestur. Daginn eftir
(6. s. m.) var eg á stofufundi Búnaðarsambands Suður-
lands. — Seinna um sumarið var eg á fundi að Voð-
múlastöðum í Austur-Landeyjum 26. júli, til þess að
ræða um áveitu úr Álunum, og að Teigi í Fijótshlíð
9. ágúst, til þess að ræða um samgirðingu þar í
sveitinni.
Á leiðinni að austan til Reykjavíkur mældi eg enn
á nokkrum bæjum í Árness og Rangárvalla sýslum. Þar
á meðai mældi eg hjá Sigurði ólafssyni sýslumanni 1
Kaldaðarnesi fyrir garði til varnar vetrarflóðum úr ölf-