Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 94
90
BÚNAÐARRIT.
Aðfærsluskurðurinn þarf að vera um 950 faðmar á lengd,
11—12 fet á breidd að ofan, 9 fet í botninn og 2—3
fet á dýpt. Aukaskurðir út frá aðfærsluskurðinum eru
um 6500 faðmar á lengd. Enn fremur er gert ráð fyrir
affærsluskurði um 3000 faðma á lengd, 6—8 fet á breidd.
Verða þá allir þessir skurðir samtals 662600 ten.fet.
Kostnaðurinn við verkið áætlaður 5000 kr. — Landið,
sem áveitan getur náð til, er nálægt 3000 dagsláttum,
og eiga hér hlut að máli 30 búendur sveitarinnar.
2. Áveitu úr Brandslœlc og Hvammsá í Mýrdal. —
Aðal-aðfærsluskurðurinn unr 1000 faðmar á lengd, 7—9
fet á breidd að ofan, 5—6 fet að neðan og 2—3 fet á
dýpt. Aukaskurðir 2100 faðmar, 4—7 fet á breidd.
Þessir skurðir verða allir samtals 151200 teningsfet.
Kostnaður áætlaður 2000 kr. — Áveitusvæðið er um
400—500 dagsláttur. Áveitunnar geta haft not 14—15
búendur i Hvammslireppi í Mýrdalnum.
3. Aveitu úr Laxá í Kjós. — Aðfærsluskurðurinn
þarf að vera um 600 faðmar á lengd, 8 fet á breidd að
ofan, 6 fet að neðan, og um 2 fet á dýpt. — Skurði
tii að þurka þarf um 800 faðma á lengd. —
Auk þess þarf að gera þar ílóðgarða um 1400 faðma á
lengd og 2—2x/s fet á hæð. Enn fremur þarf stíflur
á 2 læki. Áætlaður kost.naður or 2000 kr. Svæðið,
sem vatnið næst yfir, er um 150—160 dagsláttur og
tilheyrir jörðunum Meðalfelli, Hurðarbaki, Káranesi og
Káraneskoti.
4. Stífiu í Fossvállálœk í Grímsnesi til áveitu á
engjar, tilheyrandi jörðunum Búrfelli og Miðengi, og girö-
ingu um áveitusvæðið, sem er um 150 dagsláttur. —
Girðingin þarf að vera um 1700 faðmar, og erætlasttil,
að girt sé með gaddavír 5-þæt.tum. Skurði til að leiða
vatnið þarf um 400 faðma á lengd. Kostnaðurinn við
þetta verk áætlaður 2000 kr.
5. Stíflu í Skarðslœk i Borgarhreppi til áveitu á
engjar, er tilheyra jörðunum Galtarholti og Svignaskarði.