Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 95
BÚNAÐARRIT.
91
— Gert er ráð fyrir, að kamparnir í lækinn séu stein-
eteyptir, en stiflað á milli þeirra með trjávið. Skurði til
að leiða vatnið þarf um 1200 faðma á lengd, 5—7 fet
á breidd að ofan, 3—4 fet að neðan, og 2—3 fet á dýpt.
Verða þeir þá 69900 ten.fet. Áveitusvæðið er um 120—
150 dagsl. og allur kostnaður við verkið 1800 kr. Upp-
drátt af stíflunni hefir gert Jón Þorláksson verkfræðingur.
6. Áveitu á Þrándarstöðum í Brynjudal í Kjósar-
sýslu, og girðingu um og tún engjar þar. Girðingu þarf
um 700 faðma á lengd, og er ráðgert, að það sé gadda-
vírsgirðing ferþætt og hlaðið undir. Skurði til áveitu og
þurkunar þarf um 570 faðma á lengd. Áætlaður kostn-
aður 800 kr.
7. Fyrirhleðslu lijá Káldaðarnesi til varnar vetrar-
flóðum úr Ölfusá. — Þessi fyrirhugaði garður, sem
ætlaður er til verndar jörðunum í Kaldaðarneshverfinu,
er mikið mannvirki og kostnaðarsamt. Gert er ráð fyrir,
að hann verði um 450 faðmar á lengd, 4V2—5 fet á
hæð til jafnaðar, og 14—15 fet á breidd að neðan. Þar
sem hann þarf að vera hæstur er hann ráðgerður 7—8
fet, og 21—24 fet á breidd að neðan. — Kostnaðurinn
við þetta verk er áætlaður 8000 kr.
8. Samgirðingu í Fljótslilíðinni til varnar túnum
og engjum sveitarinnar. Ætlast er til að girðingin verði
öil 12500 faðmar á lengd. Gert er ráð fyrir að rúman
helming vegalengdarinnar verði girt með þríþættum
gaddavir, og hlaðinn 2 feta garður undir vírinn. Hinn
hlutann á að girða með gaddavir eingöngu 5-þættum.
Girðingunni er ætlað að byrja við þverá, í möikum
milli Hvolhrepps og Fljótshliðar. Halda henni siðan
upp eftir fyrir utan Núp og inn Fljótshlíð, ofan við bæ-
ina, alla leið að Merkjá. En þá tekur við klettabelti
um hríð, sem engin girðing verður. Síðan hefst hún
aftur við Bleiksá og nær inn að Þórólfsá.
Kostnaðurinn við þetta girðingafyrirtæki er áætlaður
9000 kr., eða 72 aurar á hvern faðm.