Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 97
BÚNAÐARRIT.
93
í Efstadal niá ná vatni til áveitu á engjarnar þar Ur
)æk, sem rennur í Brúará nálægt þjóðveginum. Verður
að leiða hann til þess all-langan veg, en mestan hluta
af leiðinni má fara eftir sjálfgerðum farvegi eða keldu.
— Á Laugarvatni, Snorrastöðum, Ketilvöllum og Mið-
dalskot.i má og koma á fót áveitu á engjarnar, að meira
eða minna leyti. — En um vatnið yfir höfuð i dalnum
er það að segja, að það er kalt og sumt af því skamt
að runnið til þess að gera. Yerður því að gæta var-
úðar í notkun þess. Sérstaklega vil eg minna á það,
ad vatnið sé ekki látið liggja lengi á í senn. og að á-
reitan sé höfð grunn.
12. A Almenningnum i Biskupstungum, til þess að vita
hvort auðið væri að ná vatni á hann til áveitu. — Al-
menninguriun er stór mýrarspilda, bunguvaxin, og liggur
á milli Laugaár og Tungufljóts, og tilheyrir Haukadals-
hverfinu.
Vatninu verður að vísu náð á þetta svæði úr Tungu-
fijóti, en aðfærsluskurðurinn mundi þurfa um 1200 faðma
á lengd. Einnig er þess að geta, að landið sjálft er eigi
vei lagað fyrir áveitu, sökum þess hvað það er bungu-
vaxið, en hallinn enginn eftir miðjunni eða hábungunni.
13. Slýeiðamanndhóhna mæidi eg eða hvort vatn
næðist á hann til áveitu. Skeiðamannahólmi liggur inn
Þjórsárdal, all-langt fyrir innan Skriðufell, og dregur nafn
sitt af þvi, að Skeiðamonn liggja þar i leitum á haustin.
Umhverfls hólmann er sandur og auðn. Hólminn sjálfur
eða graslendið er tígulmyndað, og rennur á, sem nefnist
Possá, með fram hólmanum, bæði að austan og vestan,
og hlífir honum.
Vatni úr ánni verður náð á hann til áveitu. Á-
veitusvæðið er um 50 dagsláttur að stærð. En skilyrði
þess, að áveitan geti orðið að notum, er það, að áveitu-
svæðið sé girt. Girðingu mundi þurfa, ef alt svæðið er
girt, um 1600 faðma.
Hólminn er í afrétt Gnúpverjahrepps og eign hrepps-