Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 98
94
BÚNAÐARRIT.
ins. En jarðir þær, er mundu geta notfært sér landið
til slægna, eru Ásólfsstaðir og Skriðufell. Báðar þær
jarðir eru mjög engjalitlar eða nærfelt engjalausar, og
væri þvi ástæða að styrkja ábúendurna á þeim til þess,
að gera þarna tilraun með áveitu.
14. Á Landinu leit eg eftir, hvort auðið mundi að
uá upp Þjórsá til áveitu á sandana þar. — Eini stað-
urinn, sem getur verið um að ræða til upptöku á ánni,
er all-langt fyrir innan Skarðsfjall eða á móts við Haga
í Gnúpverjahreppi. Þar má sjálfsagt ná henni upp;
leiða svo vatnið austan við Skarðsfjall og alla leið
suður í Vallalæk. En nauðsynlegt er að rannsaka þetta
nánara með mælingu, til þess að vita fyrir víst, hvort
auðið muni að komast þessa leið með vatnið, og at-
huga hvað það mundi kosta. Eftir lauslegri ágizkan
heflr mönnum dottið í hug, að kostnaðurinn við aðal
leiðsluna mundi verða 10—15 þúsund krónur.
15. Á Eyrarbakka mældi eg fyrir sjógarðinum,
sem getið er um hér að framan, og ætlast er til að
verji fjöruna eða beitina í henni fyrir isreki úr Ölfusá.
Garðurinn þyrfti að vera, þar sem fjaran er lægst, 12—14
fet á hæð. Vegalengdin er um 200 faðmar. — Eg hefi
enn ekki gert nákvæma áætlun yflr kostnaðinn við að
gera garðinn, enda tel eg eiga betur við, að einhver
vorkfræðingur yrði fenginn til þess. Eftir lauslegri at-
hugun hefi eg þó komist að þeirri niðurstöðu, að garður
þessi muni kosta 15000 — 18000 þús. kr.
Á Qríms&t'óðum í Mýrasýslu mældi eg jarðarbætur
þær, er ábúandinn þar, Hallgrímur Níélsson, heflr gert á
jörðinni. Hann hefir sléttað 6^/2 dagslát.tu í túninu, girt
með grjóti, vörzluskurðuin og gaddavír samtals 814 faðma,
gert skurði og lokræsi til þurkunar 0. s. frv. Jarða-
bæturnar eru allar einkar-vel af hendi leystar.
Auk þessa, sem hér hefir verið talið og áður er minst
á í skýrslunni, hef eg mælt og leiðbeint með áveitu á
þessum bæjum: Ingunnarstöðum í Brynjud.il, Ölfusvatni