Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 99
BÚNAÐARRIT.
95
og Króki í Grafningi; Ásgarði, Yatnsholti, Þóroddstöðumf
Efra Apavatni og Gi öf í Grímsnesi; Austur-Ey i Laugar-
dal; Seli og Hvítárholti í Hrunamannahreppi; Hlíð,
Háholti, Hæli og Ásum í Gnúpverjahreppi; Loftsstöðum i
Plóa; Kaldárholti i Holtum; Kirkjubæ á Rangárvöllum;
Seljalandi undir Eyjafjöllum; Álftanesi, Grímsstöðum og
Eskiholti á Mýrum og víðar.
Sýningar á búpeningi voru haldnar: 2 í Y.-Skafta-
fellssýslu; 1 í Rangárvallasýslu í Lnmbey, fyrir 7 hreppa
sýslunnar; 2 í Árnessýslu, á HUðareyrum fyrir Hrepp-
ana og í Hveragerðisrétt fyrir Ölfusið; 1 í JDalasýslu að
Þorbergsstöðunv, 3 í Eyjafjarðarsýslu, ein fyrir Svarfaðar-
dalinn, önnur fyrir Arnarneshrepp og hin þriðja fyrir
þrjá hreppana innan Akureyrar, Hrafnagilshrepp, Saur-
bæjarhrepp og Öngulsstaðahrepp.
Þá voru og haidnar nokkrar sýningar á Austurlandi
innan Búnaðarsambands Austurlands. Til þessara sýn-
inga nllra veitti Landsbúnaðarfélagið 1662 kr. samtals.
Af þessum sýningum var eg viðstaddur á fjórum:
sýningunum á Lambey, Hlíðareyrum, Hveragerði og.
Þorbergsstöðum. Þessar sýningar voru eftir atvikum
fjölsóttar og fóru vel fram (samanb. „Frey“ V. 12 hefti).
Nautgi'ipafélbgin störfuðu eins og að undanförnu.
Að þessu sinni voru það 15 félög, er nutu styrks frá
Landsbúnaðarfélaginu, með nálægt 1800 kýr. Styrkur-
inn til þeirra allra nam 1780 kr.
Sauðf/árhynbótabiún eru talin að vera 6, og eru
þau kynbótabúið á Breiðabóhstað í Borgarfjarðarsýslu,
Orímsstöðmn í Mýrasýslu, Nautabiii i Skagafjarðarsýslu,
Hreiðarsstoðum í Norður-Múlasýslu, Tiudi í Strandasýslu
og fjárrœktarfélag Þingeyinga. — Búin á Grímsstöðum
og Hreiðarsstöðum eru stofnuð á þessu ári.
Hrossahynbötabíún eru eiginlega 3 alls: „Hrossa-
ræktaifelag Austur-Landeyinga", „Hrossaræktarfélag
Húnvetninga" og Hrossakynbótabúið að Vallanesi