Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 101
Ársfundur 1908.
Ársfundur Búnuðarfélags íslands var haldinn mib-
vikudaginn 13. maí í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík,
eftir fundarboði dagsettu 24. febrúar, auglýstu i ísafold.
Lögréttu og Búnaðarritinu.
Forseti las upp reikning félagsins fyrir árið 1907.
Eignir um árslok voru kr. 56976,66. Þar af skuldabróf
og peningar í sparisjóði kr. 16576,66. Sjóðsauki á ár-
inu kr. 777,17. Þar af tillög 53 nýrra félaga 530 kr.
Fram voru lagðir reikningar gjafasjóðs V. Liebe og
sjóðsleifa Búnaðarfélags Suðuramtsins.
Fólagsstjórnin hafði eftir síðustu áramót, að áskildu
samþykki búnaðarþings, tekið að sér stjórn búnaðar-
skólasjóðs (kr. 4120,87) og' búnaðarsjóðs (kr. 1687,92)
Austuramtsins. Eftir ákvæðum amtsráðsins á að verja
5/« af ársvöxtum beggja sjóðanna til búnaðarskóla á
Austurlandi, en l/e skal leggja við höfuðstól.
í sambandi við reikning félagsins gerði íorsetigrein
fyrir ýmsum framkvæmdum þess Um störf ráðunaut-
anna, gróðrarstöðina, garðræktarkensluna, plægingarkensl-
una, eftirlitskensluna, mjólkurmeðferðarkensluna og af-
skifti félagsins af smjörbúunum var vísáð til skýrslna,
sem prentaðar eru í Búnaðarritinu.
Til ræktunarfyrirtækja annara en gróðrarstöðvar-
innar, hafði, auk þess fjár, sem gengur til fjórðunga-
búnaðarfélaganna, verið varið á árinu: Til vatnsveitinga
kr. 667,25, til sandvarnargirðinga 360 kr., til sáðlands-
sýnisstöðva 100 kr., til girðinga 460 kr., til sjógarða kr.
1913,66. Það lítur út fyrir að félagið muni á þessu