Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 104
100
BÚNAÐARRÍT.
lýst að í boði sé styrkur til slíkrar kenslu nyrðra eða
eystra næsta vetur, 60 kr. á mánuði. Ungfrú Ragn-
hildur Pétursdóttir, sú er fyr var getið, hefir lofað að
taka að sér kensluna syðra eða vestra.
Meðal óvísu gjaldanna voruþessar upphæðir stærstar:
til smjörsýningar við Þjórsárbrú 200 kr., til trjáræktar-
stöðvarinnar á Akureyri 200 kr., til Hólamannafélags
(sem látið hefir halda fyrirlestra nyrðra, helzt um bún-
aðarefni) 100 kr., til Magnúsar dýralæknis Einarssonar
100 kr. fyrir umsjón með fjárbólusetningu, með því
skilyrði, að hann stuðli sem bezt að því, að efni fáist
til bólusetningar, og geíi skýrslu um árangurinn.
Skýrslurnar frá bólusetjurunum um bólusetninguna í
vetur eru nú óðum að berast að. Yfirlitsskýrslan því
ekki enn samin, en svo mikið segir dýralæknir að sé
víst, að „bláa“ efnið, sem nú var bólusett með, hefir
reynst vel, séð á kindunum hæfilega mikið, en fáar
farist af bólusetningu, og fáar af þeim bólusettu farist
úr pest.
Búnaðarnámsskeiðið, sem haldið var í vetur hálfs-
mánaðartíma við Þjórsárbrú og skýrsla er um í Bún-
aðarritinu, var vel sótt og vinsælt mjög og sýnist, hafá
komið að góðum notum. Til þess var varið um 475 kr.
Virðist sjálfsagt, að halda slíkt námsskeið aftur næsta
vetur.
Forseti gat þess hvað gert, hefði verið út af tillög-
um aðalfundar i fyrra:
TJm sœtlieysgerð og súrheys. Búnaðarþingið sá
sér ekki fært, að sinna því máli á annan hátt en þann,
að félagsstjórnin feli ráðunautunum að leiðbeina á ferð-
um sínum þeim, er þess óska, í þeirri heyverkun. Það
hefir verið gert.
Um þrifab'óðun. Búnaðarþiugið skoraði á lands-
stjórnina, að láta framkvæma almennai- fjárbaðanir til
útrýmingar fjárkláða, en þótti þá ekki þörf þrifabaðana á
meðan og veitti ekkert fé til þeirra.