Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 105
BÚNAÐARRIT.
101
TJm að útvega verkfœri og reyna þau. Búnaðar-
þingið samþykt þeirri tillögu. Jón Jónatansson bústjóri
í Brautarholti hefir í vetur farið utan (til Danmerkur,
Svíþjóðai- og Noregs) með styrk frá Búnaðarfélaginu í
því skyni, að kynna sér verkfæri, sem hér gætu að
gagni komið, sérstaklega gera tilraun til, að fá sláttu-
vél svo lagaða, sem hér ætti bezt við. Jón viðstaddur
á fundinum og mundi skýra frá árangri ferðar sinnar.
Um áveituna austan fjalls. Búnaðarþingið henni
samþykt. Yatnshæðín í Hvítá mæld i sumar á hverjum
degi; getur komið sér vel að vita, hver hún var á ó-
muna þurkasumri. Sigurður ráðunautur Sigurðsson ferð-
aðist í haust um Flóann og hélt fundi i hverjum hreppi,
til að vita undirtektir manna undir áveitumálið. Því
nær allir fýsandi þess. Skýrsla Sigurðar er í Búnaðar-
ritinu. Síðan hafa stjórnarráðinu veriö send gögn þau,
er fyrir hendi eru um Flóaáveituna (áætlun Thalbitzers,
teikningar hans og útreikningar o. fl.) með tillögum fé-
lagsstjórnarinnar um málið, og hefir hún lagt það til,
að frumvarp um áveituna verði lagt fyrir alþingi 1909;
þó hetir hún ekki talið það líklegt og ekki einu sinní
æskilegt, að slikt stórmál verði útkljáð á einu þingí,
heldur sé í lagafrumvarpinu gert ráð fyrir, að fram-
kvæmd verksins skuli ekki byrja fyr en eftir alþingi 1911.
Munai þá vera kostur á, að heyra undirtektir og álit
hlutaðeigenda, búenda og jarðeigenda á áveitusvæðinu
og sýslunefndar Árnessýslu, um málið í þeirri mynd,
sem það fengi á alþingi 1909, og mætti þá gera þær
breytingar á alþingi 1911, sem ástæða kynni að þykja
til.
Um Skeiða-áveituna hafði Thalbitzer, eins og kunn-
ugt er, lagt það til, að ekki yrðí lagt út í hana fyrri,
en heft væri sandfokið á Skeiðunum, og því enga á-
ætlun gert um hana. En af því að komið getur að því,
að ráðist verði í það fyririæki, þótti ráðlegt að fá nú
þegar áætlun, bygða á mælingum þeim, er gerðar hafa