Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 108
104
BÚNAÐARRIT.
þeim lið hafði verið mikil umframgreiðsla árið áður, sem
stafaði af áveitumælingunni austanfjalls. Ekkert var greitt
fyrir mjaltakenslu öðruvísi en í sambandi við eítirlits-
mannakensluna, en kostnaður við hana var greiddur af
gjaldl. 7. Eru því óeyddar þær 200 kr., er áætlaðar
voru til mjaltakenslu, og af 150 kr., sem ætlaðar voru
til ráðningastofunnar, var litlu eytt. Af nokjtrum öðr-
um liðum varð og dálítill afgangur. En af gjöldum árs-
insl906höfðu verið ógreiddar í lok þess árs kr. 943,53.
Sú skuld var greidd á árinu 1907. Mátti þvi heita
að tekjur og gjöld stæðust á í árslok.
Þá er kemur til ársins 1908 verðum vór og að visat.il
skýrslna þeirra, er prentaðar eru i Búnaðarritinu um
ýms þau störf, er Búnaðarfólagið heflr haft, með hönd-
um. Fullkomnasta skýrslan er reikningur fólagsins sjálíur,
með fylgiskjölum hans, sem nú liggja fyrir búnaðar-
þinginu. Margt biður skýringa á búnaðarþinginu. En
hér skal minst á nokkur atriði.
Tekjur fólagsins urðu 84 kr. 96 a. meiri on áætl-
að var. Tillög nýrra fólagsmanna urðu 30 kr. umfram
áætlun. Yextir urðu nokkru meiri en gert hafði veriö
ráð fyrir. Verð fyrir seldar afurðir gróðrarstöðvarinnar
höfðu og verið nokkru meiri en áður. En sú upphæð
skertist við það, að forstöðumanni gróðrarstöðvar-
innar voru nú greiddir 25°/o af verði afurðanna i auka-
þóknun fyrir starf sitt við gróðarstöðina. Hann hefir
unnið í þjónustu búnaðarfélagsins frá byrjun án þess að
kaup hans hafi hækkað, þrátt fyrir mikla verðhækkun
allra lífsnauðsynja. Þótti nú sanngirni mæla með því,
að kjör hans væru bætt nokkuð, og þá hentugast að
gera það á þennan hátt, og er það í samræmi við það,
er gert er við efnarannsóknarstofuna. Umíramgreiðslur hafa
orðið á fáum gjaldliðum. Sú stærsta er á gjaldlið 6. b.
(gróðrarstöðin) kr. 173,02. Eftir ákvæðum seinastabún-
aðarþings hefir verið komið á fót 2 gróðrarsýnisstöðum,
á Selfossi í Árnessýslu og í Deildartungu í Borgarfirði.