Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 109
BÍJNAÐARRIT.
105
Hefir verið gerður eamningur við eigendur þeirrajarða
um að halda sýnisstöðvarnar, haga þeim eftir fyrirmæl-
um frá forstöðumanni gróðrarstöðvarinnar í Reykjavik og
bera sjálfir kostnaðinn við þær, með því skilyrði að þeir
fái alt að 350 kr. frá Búnaðarfélaginu til að girða. vel
reitinn (1 hektar), plægja hann og herfa 1 íyrsta sinn og
bera í nógan áburð, og síðan 100 kr. á ári meðan fé-
lagið vill halda sýnisstöðinni við, alt að 10 árum, auk
50 kr. árstillags frá hlutaðeigandi héruðum. Upp íbyrj-
unarstyrkinn voru á árinu greiddar 200 kr. hvorri stöð.
Til hinna eldri sýnisstöðva (í Birtingaholti, Þjórsártúni,Út-
skálurn, Hvanneyri,Sauðafelli)hefir verið varið um 400 kr. alls.
Til gróðrarstöðvarinnar sjálfrar hafa þá gengið um 2300
kr. Aðrar umframgreiðslur hafa verið á gjaldlið 1. b.
(skrifstofukostnaði) kr. 40,75 — sem reyndar er að eins
inni falin í því, að þar hafa nú verið talin nokkur gjöld,
sem áður var vant að telja í öðrum gjaldliðum — gjaldl.
5.(Búnaðarrit o. fl.) kr. 7,56 og gjaldl. 12. (vinnuhjúaverð-
launum) kr. 5,05. Þessar nmfiamgreiðslur eru nú lagð-
ar fyrir búnaðarþingið.
Aftur hefir orðið allmikill afgangur á öðrurn gjald-
liðum, og verður hér á eftir getið þeirra afganga, er
nokkru verulegu nema.
Af gjaldl. 3. (kaupi ráðunáuta) hafa gengið kr. 933,33
vegna fráfalls Guðjóns heitins Guðmundssonar, er lést
i maimánuði og var enginn tekinn í hans stað. Afgjaldl.
4. (ferðakostnaði) varð og allmikill afgangur af sömu or-
sök, kr. 599,25.
Til ýmislegra ræktunarfyrirtækja hefir verið varið
kr. 3644,88. Þar af var styrkur til samgirðinga rúmar
1100 kr.ogtilsjóvarnargarðarúmar 1400kr. Aföðrum upp-
hæðum nefnum vér: Til plægingakenslu (í Brautarholti
og í Mýrasýslu) 320 kr., styrk til írammoksturs Kúðafljóts
150 kr. og fyrir áætun um Skeiðaáveituna 175 kr. Á
þessum gjaldlið hefir orðið mikill afgangur, kr. 2355,12.
Stafar það að nokkru leyti af því, að nú varð að loka