Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 110
íots
BÚNAÐARRIT.
reikningnum skömmu eftir nýárið. Ef það hefði mátt,
eina og áður, dragast fram í apríl eða maí, þá mundu
vafalaust nokkrar íleiri upphæðir hafa komist inn í reikn-
inginn 1908, sem nú verða að bíða næsta árs reiknings.
En aðallega stafar afgangurinn af því, að svo mörg fyrir
tæki eru ófullgerð enn, þau er félagið hefir heitið styrk til.
Hvíla nú á félaginu loforð um rúmar 4000 kr. til ýmsra
jarðræktaríyrirtækja. Eigi verður hjá því komist, að
misjafnar uppliæðir komi til útborgunar ár hvert eftir
ýmsum atvikum. Leggjum vér það því til, að félags-
stjórninni verði heimilað að verja á þessu ári afganginum
af þessum iið fram yfir áætlun, ef með þarf. Komum
vér að því síðar.
Til efnarannsókna (gjaldl. 6. g.) hefir verið varið hér
um bil hinni áætluðu upphæð. Skýrslur um rannsókn-
irnar eru komnar í Búnaðarritinu, nema um eina þeirra,
rannsókn á nokkrum sýnishornum af mjöli úr verzlunum
hér í Reykjavik. Stendur til að hún komi síðar í Bún-
aðarritinu.
Til kynbóta (gjaldl. 7.) hefir verið varið alls kr.
5958,86. Vísum vér þar til skýrslu Sigurðar búfræðings
Sigurðssonar í Búnaðax-ritinu XXIII, 1. Á þessum gjald-
lið hefir orðið mikill afgangur, kr. 1814,14. Stafar það
að miklu leyti af því, að svo snemma varð að loka
reikninguum, og margar upphæðir, sem ella hefðu verið
taldar á reikningi ársins 1908, verða nú að bíða næsta
leiknings. Eru það styrkir til nokkurra nautgriparæktar-
félaga og kynbótabúa. Um afganginn af þessum gjaldlið
viljurn vér óska samskonar heimildar handa félagsstjórn-
inni og við afganginn á gjaldlið 6. a.
Vér skulum geta þess viðvíkjandi notkun kynbóta-
fjárins, að nú hefir sú regla verið tekin, að allar beiðnir
um styrk til nautgriparæktarfélaga og búfjársýninga
skuli komnar fyrir lok febrúarmánaðar, svo að unt sé
að hafa snemma á árinu yfirlit yfir ársþarfirnar.
Til utanfara (gjaldl. 8.) hefir verið greitt: Jóni bú-