Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 111
BÚNAÐARRIT.
107
stjóra Jónatanssyni, til ferða um Norðurlönd til að kynna
sér landbúnaðarverkfæri þau, er íslendingum gætu að
haldi komið, og fá komið á nokkrum breytingum við vort
hæfi, sérstaklega á sláttuvélum og rakstrarvélum, 400 kr.
JakotTLíndal síðari hluti námsstyrks við búnaðarhá-
skólann í Ási í Noregi 150 kr., og til ferðar til gróðrar-
stöðva i Svíþjóð og Noregi norðarlega 100 kr., Ingi-
mundi Guðmundssyni síðari hluti námsstyrks við bún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn 300 kr., Benedikt G.
Blöndal til sama 200 kr., Ólafi Sigurðssyni og Páli Zófón-
íassyni fyrri hluti námsstyrks við sama skóla 200 kr.
hvorum, Ingimundi Guðmundssyni fyrri hluti styrks
til framhaldsnáms í búfjárrækt 200 kr., Jóni H. Þor-
bergssyni til veiklegs fjárræktarnáms á Bretlandi fyrri
hluti styrks 100 kr., Gunnari Gunnarssyni til garðyrkju-
náms á Jótlandi 100 kr. og Jónasi Björnssyni til verk-
legs búnaðarnáms í Banmórku 100 kr. Afgangur af
þessum lið varð kr. 19,20.
Af gjaldl. 10. varð 410 kr. afgangur vegna þess að
engin gaf kost á sér til að hafa á hendi farkenslu í hús-
stjórn og matreiðslu nyrðra eða eystra, þrátt fyrir aug-
lýstan 400 kr. styrk til hennar. En vér þóttumst ekki
hafa heimild til að veita styrk, er farkenslu var ætlaður,
til fasts hússtjórnarskóla oftir niðurstöðu síðasta búnað-
arþings í því máli. Syðra, i V.-Skaftafells, Rangárvalla
og Árnessýslum, hefir ungfrú Ragnhildur Pétursdóttir i
vetur á hendi matreiðslukenslu með hálfsmánaðar-
námsskeiðum.
Af gjaldl. 11. var rúmum 300 kr. varið til að
kaupa jarðýrkjuverkfæri, er höfð skyldu til sýnis og til
notkunar við rófnarækt í stórum stíl á Hvanneyri.
Var áskilið, að árlega væri skýrsla gefin um rófnaræktina.
Verkfærin eru eign félagsins og fyigir skrá yfir þau
reikningnum. Nokkru fé var varið til að reyna sláttu-
vólar og fáeinum krónum til að kaupa nýja tegund ljáa
(frá Svíþjóð) til reynslu. Reyndust þeir misvel. Lagt