Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 112
108
BÚNAÐARRIT.
höfum vór og drög fyrir. að reynt verði að fá endur-
bætur á ensku Ijáblöðunum venjulegu. — Afgangur af
þessum lið varð kr. 156,20, sem að mestu stafaði af því,
að félagið hafði iagt drög fyrir að fá keyptan aflmæli
til notkunar við vélareynslu, en hann fékst ekki fyrir
það verð, sem við var búist, og varð því ekki af kaup-
unum í það sinn. Vér leggjum það til, að afganginum
af þessum lið verði heimilt að verja aukreitis þetta ár,
ef með þarf.
A gjaldlið 18. (ýmislegum gjöldum) er afgangur
talinn kr. 107,56. En nokkurar smá-upphæðir munu
þar vera ógreiddar; íeikningar yflr þær náðu ekki í
reikningslokin.
Ályktanir Irúnaðarþingsins síðasta hafa veiið fram-
kvæmdar svo sem föng voru á. Þó hefir ekki enn
verið gerð tilraun til að fá framgengt breytingu á lög-
unum um votrygging sveitabæja. Vér höfðum lagt undii'
við 2 hreppsnefndaroddvita, þar sem þau lög eru þegar
komin i framkvæmd, að láta oss fá athugasemdir sínar
við lögin. Vór höfum beðið þeirra til þessa. Má og
vera, að rétt sé að bíða enn um 2 ár eftir nokkru
meiri reynslu á lögunum. En ef búnaðarþinginu þykir
ástæða til að reyna að fá þeim breytt nú þegar, þá er
enn ekki of seint að koma tillögu um það til alþingis í
votur.
II. Yfirlitsskýrsla um tekjur og gjöld télagsins
reikningstímabilið 1908 og 1909.
Frá því er skýrt hér að framan, að umframgreiðslur
árið 1908 urðu samtals kr. 156,88, en afgangur af
ýmsum gjaldliðum samtals kr. 6433,96. Af þeim af-
gangi höfum vór lagt til að kr. 2355,12 -j- 1841,14
-f 156,20 = 4352,46 verði skoðað sem geymslufó til
næsta árs, og sé þá heimilt að verja því umfram á-