Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 113
BÚNAÐARRIT.
109
ætluu til samkynja eða sviplikra þarfa og það fé var
ætlað. Hitt að frádregnum umframgreiðslunum, eða
kr. 1925,12, leggjum vér til að lagt sé við höfuðstól.
Félagi, sem á í húseignum, áhöldum og innanstokks-
rnunum full 40 þúsund krónur, nægir ekki að leggja
upp árlega hinar áætluðu 500 krónur, ef eignir þess
eiga ekki að rninka í raun og veru. Sú áætlun nægir
því að eins, að við og við verði verulegur afgangur,
sem leggist við höfuðstólinn.
Frá sýslunefndinni í Rangárvallasýslu hefir komið
ósk um, að sett verði upp gróðrarsýnistöð þar í sýslu,
og býðst hún til að leggja henni til ársstyrk sama og
sýnistöðvar þær, er stofnaðar eru í Árnessýslu og Borg-
arfirði, fá hjá hlutaðeigandi liéruðum. Leggjum vér
til, að verja megi til að koma henni á fót alt að 350
kr. af afgangi gjaldliðar 6. a. 1908, og að félagsstjórnin
hafi heimild til, að koma upp enn einni slíkri sýnistöð,
ef því verður við kornið og hérað vill styrkja.
I bréfi til stjórnarráðsins dags. 7. sept. f. á., sem
prentað er hér á eftir, vöktum vér máls á nauðsyninni
á, að koma upp kornforðabúrum til skepnufóðurs, og
fórurn þess á leit, að á fjárlagafrumvarpinu 1910 og
1911 yrði heimiluð lánveiting til slíkra forðabúra.
' Stjómarráðið varð vel við tillögunni, og fjárlagafrumvarpið
gerir ráð fyrir þessaii lánveiting. Þar sem vér teljum
stofnun kornforðabúranna vera nauðsynjamál, sem hætta
er að láta dragast, viljum vér leggja það til, að af
afganginum af þvi fé, sem ætlað var til búfjárræktar
1908 (gjaldl. 7.), rnegi verja alt að 1000 kr. til dálítils
uppörvunarstyrks til þeirra sveitarfélaga eða sýslufélaga,
sem korna upp hjá sér kornforðabúri til skepnufóðurs.
Hugsum vér oss, að styrkurinn yrði 8—12°/o af kostn-
aðinum við að koma upp skýli yfir kornið. Að sjálf-
sögðu ættu þau héruð, þar sem ís getur tept hafnir,
að hafa forgangsrétt til þessa styrks.
Enn er svo skamt liðið á árið 1909, að erfitt er