Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 114
110
B1JNAÐA.RRIT.
að segja fyrir, hvernig áætlunin fyrir það ár rauni bera
sig. Vér sjáum ekki nú sem stendur að líkur séu til,
að afgangur verði nema af gjaldlið 3. (kaupi ráðunauta)
1600 kr., af sömu ástæðum og árið sem leið. Svo verð-
ur og alt að 400 króna afgangur af gjaldlið 10, ef eng-
in fæst til farkenslunnar nyrðra og eystra — nema bún-
aðarþingið geri aðra ráðstöfun. En óséð er um það enn.
Til þess, að ráðunautar félagsins geti fylgst vel með
framförum í því, er snertir störf þeirra, er nauðsynlegt,
að þeir hafi færi á, að fara utan við og við. Hefir það
lengi verið í ráði, að Einar Helgason færi utan þetta ár
eða hið næsta. Búumst vór við, að það verði í sumar
og gerum ráð fyrir rúmra 3 mánaða ferð. Fyrir því
þorum vér ekki að gera ráð fyrir afgangi af gjaldlið 4.
(ferðakostnaði).
Allmikið hlýtur að vanta á, að þær 2500 kr., sem
ætlaðar eru gjaldl. 6. b,,nægi. Gróðrarstöðin í Reykja-
vik þurfti árið sem leið um 2300 kr. Nú er vatnsveitan
kemur í bæinn, þarf að gera i gróðrarstöðinni vatnshelda
safnþró, til að hafa vatn til vökvunar. Kostnaður við
hana verður varla minni en 250 kr. Ef forstöðumaður
gróðrarstöðvarinnar fer utan í sumar, eins og ráð er
íyrir gert, þá þarf að kaupa meiri vinnu að þar en ella.
Þegar hvorstveggja þessa er gætt, þykir oss vel skipast,
ef hinar áætluðu 2500 kr. duga til þarfa gróðrarstöðv-
arinnar einnar. En svo þurfa sáðlandssýnisstöðvarnar
gömlu að minsta kosti 200 kr. alls. Af byrjunar-
kostnaði við gróðrarsýnisstöðvarnar nýju eru ógreiddar
alt að 150 kr. til hvorrar, og svo kemur ársstyrkurinn
til hvorrar þeirra þetta ár, 100 kr. Sýnisstöðvarnar alíar
þurfa því þetta ár um 700 kr. Gjaldl. 6. b. þarf því 700
kr. viðbót.
Þá er og séð, að þær 2000 kr., sem ætlaðar eru
til utanfara, nægja trauðlega, enda var upphæðin 500
krónum minni en árið áður. Nú þegar hvila á félaginu
loforð um 1900 kr. utanfararstyrk. Þó að 400 kr. af