Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 115
BÚNAÐARRIT.
111
honum verði greiddar af vöxtum Liebesgjafar, er eigi
óráðstafað nú nema 500 kr. Það sem veldur því, að hin
áætlaða upphæð nægir ekki, er það, að félagið
verður að styrkja all-ríflega einn búfræðiskandidat,
til framhaldsnáms í búfjárrækt við búnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn, til þess að búa sig undir að
taka að sér ráðunautsstörf hjá fólaginu. Því námi
verður vart lokið fyrri en vorið 1910. Þá eru og 2 búfjár-
ræktarmenn við verklegt sauðtjárræktarnám á Bretlandi
með styrk fiá félaginu. Þetta tvent, er nú var nefnt,
og hvorugt er venjulegt, tekur væntanlega úpp fullan
helming utanfararfjárins áætlaða. Ekki þykir oss ólík-
legt, að til þess komi einnig, að styrkja þurfi til utan-
farar konu í því skyni, að búa sig undir að hafa á hendi
kenslu í hússtjórn og matreiðslu.
Hvort gjaldl. 13. (ýmisleg gjöld), 1050 kr., nægir,
er ekki hægt að fuliyrða um. Á þeim lið verður um
fram það, er venjulegt er, nokkur kostnaður við búnað-
arnámsskeið. Búnaðarsambandi Vestfjarða heflr verið
heitið alt að 200 kr. styrk til 2 hálfsmánaðar náms-
skeiða. Svo má og búast við, að einhver aukakostn-
aður komi á féiagið vegna þess, að það hefir nú ekki
nema 2 ráðunauta, og annar þeirra verður að líkindum
erlendis nokkurn hluta ársins.
Vér þorum því eigi að svo konmu að gera ráð fyrir
verulegum tekjuafgangi þetta ár.
III. Tillögur um störf félagsins og áætlun
um tekjur þess og gjöld 1910 og 1911.
Hinn 7. sept. 1908 rituðum vér stjórnarráðinu bróf
það, er hér fer á eftir:
„Hið háa stjórnarráð hefir með brófi dags 24. júlí
þ- á. æskt rökstuddra tillagna vorra um breytingar þær,