Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 116
112
BÚNAÐARRIT.
er os8 kunni að þykja nauðsynlegt að gerðar verði á
írumvarpi t.il íjárlaga fyrir árin 1910 og 1911 á þeim
upphæðum, sem veittar eru á núgildandi fjárlögum til
Búnaðarfélags Islands, svo og yfirlit yfir væntanlega notk-
un fjár þess, sem vér teljum nauðsynlegt að veitt verði
til Búnaðarfjelagsins á næsta fjárhagstimabili.
Eins og sóst á reikningi félagsins 1907, sem er
óprentaður enn og vér því með bréfi þessu sendum eftir-
rit af ásamt skýringum nokkrum — ef frekari skýringa
er æskt, gefum vór þær að sjálfsögðu fúslega — var
sjóðsauki félagsins það ár 777 kr. 17 a. Frá þeirri upp-
hæð er þó rétt að teija 150 kr. útgjöld frá því ári, sem
voru eigi greidd fyrri en eftir lok reikningsins. Sjóðs-
aukinn mátti eftir reglum félagsins ekki vera minni en
530 kr. (tillög nýrra félaga), og má þá heita að tokjur og
gjöld félagsins það ár stæðust á.
Þetta ár er landsjóðsstyrkurinn 51000 kr. að með-
töldum 3000 kr. til mjólkurmeðferðarkenslu, og eins
næsta ár. Hvernig ætlast er til að fónu sé varið sóst
af fjárhagsáætlun búnaðarþingsins 1907, sem prentuð er
í 3. hefti Búnaðarritsins það ár, bls. 237—239. Heftið
fylgir brófi þessu og leyfum vér oss að vísa til þess.
Enn er of skamt liðið á þetta fjárhagstímabil til þess
að hægt sé að fullyrða um, hvernig tekjur þess og gjöld
muni standast á.
Vegna fráfalls Guðjóns heitins Guðmundssonar ráðu-
nauts félagsins, verður sjálfsagt eitthvað óeytt af gjald-
lið 3. Ennfremur verður að líkindum þetta ár óeyddur
helmingurinn af gjaldlið 10., 400 kr., af þvi að
engin hefir enn gefið kost á sór til að takast á hendur
farkenslu i hússtjórn og matreiðslu norðan lands og aust-
an næsta vetur, eftir að sú kona, er hafði haft hana á
hendi, hætti við hana í haust sem leið og setti í þess
stað á fót fastan hússtjórnarskóla. Aftur á móti hlýtur
13. gjaldliður að fara mikið fram úr áætlun. Veldur
því meðal annars það, að í vetur sem leið var haldið