Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 117
BÚNAÐARRIT.
113
búnaðaraámsskeið við Þjórsárbrú, sem Búnaðarfólagið
lagði til nær 500 kr., auk þess sem ráðunautar þess
kendu þar án sérstakrar borgunar*). Og þar sem náms-
skeið þetta var vel sótt og þess hefir verið æskt mjög
eindregið, að það væri haldið einnignæsta vetur, þá mun
svo verða gert. En til þessara námsskeiða er ekkert fé
ætlað sérstaklega. Hætt er og við, að erfitt muni verða
að komast af með fé það, sem ætlað er til utanfarar-
styrks (2500 kr. þetta ár, 2000 kr. næsta ár), meðal ann-
ars vegna þess, að félagið þarf — um frarn venjulegar
ársþarfir — að styrkja búfræðiskandídat einn allríflega í
2 ár til framhaldsnáms í húsdýrarækt við landbúnaðar-
háskólann i Kaupmannahöfn, til undiibúnings undir það,
að taka við ráðunautsstarfi því, er Guðjón heitinn Guð-
mundsson hafði á hendi. Eru nú þegar komnar meiri
fjárbeiðnir um utanfararstyrk, sem vér teljum ástæðu til
að sinna, en unt er að veita á þessu ári. Oss þykir því ekki
fært að gera ráð fyrir, að verulegur tekjuafgangur verði
þessi tvö ár umfram það, er skylt er að leggja i sjóð.
Að því er kemur til áranna 1910 og 1911, þá bú-
umst. vér við, að fé því, sem búnaðarfélagið hefir til um-
ráða, verði að öllum aðalatriðum til varið á sama hátt,
sem áætlun búnaðarþingsins 1907 ákveður fyiir árin
1908 og 1909, og sjáum vér ekki fært að stinga upp á
niðurfærslu við neinn tölulið útgjaldanna. Getum vér í
því tilliti vísað til bréfs félagsstjórnarinnar til stjórnar-
ráðsins, dags. 23. febr. f. á., um þarfirnar 1908 og
1909, sem að mörgu leyti á við einnig um þarfirnar
1910 og 1911, sérstaklega það, er ]ýtur að fénu til
ræktunarfyrirtækja og kynbóta.
Tekjur félagsins aðrar en landsjóðstillagið búumst
vér við að verði hinar sömu, sem áætlunin fyrir 1908
og 1909 telur, að öðru leyti en þvi, að ætla má að 3.
*) Eftir síðar gerðri ákvörðun var kostnaðurinn við búnað-
arnámsskeiðið að mestu fœrður af 13. gjaldlið á aðra gjaldliði.
8