Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 118
114
BÚNAÐARRIT.
tölul. hækki um nál. 200 kr., meðal annars vegna þess,
að arður af gróðrarstöðinni í Rvík aukist nokkuð. En
fyrir nokkrum nýjum gjöldum teljum vér að þurfi að
gera ráð. Skulum vér nú víkja að þeim.
í gjaldlið 6. eru Búnaðarsambandi Austurlands ætl-
aðar fyrra árið 5500 kr., þar af til húsabóta 2000 kr.,
en síðara árið 4000 kr. Yér búumst við, að ætla þurfl
því sambandi 4000 kr. hvort árið. En Búnaðarsamband
Vestfjarða, sem nú hefir fyrra árið 2000 kr. en síðara
árið 2500 kr., búumst vér við að þurfi að fá 2500 kr.
ársstyrk og auk þess að líkindum alt að 2000 krónur.
í eitt skifti í h'kingu við það, er Búnaðarsamband Aust-
urlands fékk árið sem leið.
Nú er og stofnað búnaðarsamband fyrir Suðurland,
sem vér teljum sjálfsagt að muni leita styrks til bún-
aðarfélagsins, en þar sem ekki eru enn komnar til vor neinar
áætlanir um framkvæmdir þess, sjáum vér oss ekki fært að
stinga upp á neinni ákveðinni upphæð til þess að svo stöddu.
Nokkrar likur eru og til, að stofnað verði bráðlega bún-
aðarsamband fyrir suðurhluta Yesturlands, að meðtalinni
Borgarfjarðarsýslu, en þar sem það er ekki orðið, er því
síður hægt að gera ráð tyrir neinni ákveðinni upphæð
til þess.
Gróðrarstöðinni í Reykjavík eru ætlaðar 3000 kr.
fyrra árið, en 2500 kr. hið síðara. A þeim upphæðum
hvílir styrkur nokkur til 4 sáðlandssýnisstöðva, en auk
þess ætlaðist búnaðarþingið 1907 til, að með því fé yrði
einnig komið upp 2 auka.gróðrarstöðvum eða sýnistöð-
vum, annari austan fjalls, hinni í Borgarfirði, með til-
styrk hlutaðeigandi héraða. Þeim stöðvum verður nú
komið upp, og búumst vér við að félagið verði að greiða
til hvorrar þeirra 350 kr. þetta ár og síðan 100 kr.
styrk á ári, auk 50 kr. árstillags frá héruðunum. Beiðni
er komin um eina slíka sýnistöð í viðbót, sem ekki var
hægt aþ sinna í þetta skifti, og von á fleirum. Búumst
vér við, að næsta búnaðarþing muni vilja stofna á næsta