Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 121
BÚNAÐARRIT.
117
vera þar heima. Hugsum vér oss að sú væri aðal-
reglan, að hver hreppur kæmi upp forðabúri hjá sér og
sveitarstjórnin hefði á hendi stjórn þess. Þó gæti sum-
staðar staðið svo á, að hentugt væri, að fleiri sveitir en
ein væri að einhverju leyti saman um forðabúr. En
hitt yrði líklega tíðast. Hugsa má sér, að sumstaðar
gæti tekist. að korna upp forðabúrum með s-amskotum,
því sumar sveitir hafa komið fram all-kostnaðarsömum
nauðsynjamálum á þann hátt. En víðast yrði að lík-
indum hitt, að sveitin yrði að taka lán til þess, og
greiddi svo af árstekjum sínum vexti og afborgun af
því láni, eins og annan árskostnað við forðabúrið, en
fengi aftur upp í kostnaðinn hæfllegt. gjald hjá hverjum
þeim, er kornlán fengi úr búinu til skepnufóðurs.
Þá er útséð væri um það hvert vor, að ekki þyrfti í
það sinn að taka til kornsins til skepnufóðurs, mætti
lána það til annars, og gæti það oft komið sér vel og
forðað nrönnum frá dýrum ferðalögum á óhentugum tíma.
En öll kornlán skyldu goldin forðabúrinu að fullu í korni
sama ár. Gengi kornið ekki upp að vorinu, væri kostn-
aðarlitið fyrir hreppsbúa að skifta um það að sumrinu,
svo jafnan væri kornið í búinu nýtt.
Yér lýsum ekki frekara að þessu sinni hvernig vér
hugsum oss tilhögunina með kornforðabúrin, en vér
vitum til, að á nokkrum stöðum á landinu er vaknaður
hugur á því, að koma upp slíkum forðabúrnm i einhverri
mynd, og búumst vér við því, að vér kunnum að geta
áður en langt um líður skýrt frá hugsuðu fyrirkomu-
lagi einhvers forðabúrs.
Ekki hugkvæmist oss annað, sem gæti verið var-
hugavert við stofnun forðabúra til skepnufóðurs, en það,
að gera má ráð fyrir, að einhverjir kynnu þeir að verða,
sem treystu um of á forðabúrin og settu óvarlegar á
en ella vegna þess. En auðgert ætti að vera fyrir
sveitastjórnir, að haga svo stjórn forðabúranna, að eng-
inn gerði sér það að vana.