Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 122
118
BÚNAÐARRIT.
Af því að vér teljum slík forðabúr mundu draga
mjög úr alvarlegustu hættunni, sem vofir yfir sveita-
búskapnum, og þess vegna vera mikla nauðsyn á, að
stuðla til þess, að þau komist á fót, viijum vér leyfa
oss að gera þá tillögu, að á fjárlagafrumvarpinu 1910
og 1911 verði veitt heimild til, að lána hreppsfélögum
upphæð nokkra, til að stofna kornforðabúr til skepnu-
fóðurs, með hagkvæmum skilyrðum, t. d. þanmg, að
lánin yrðu ávöxtuð og endurgreidd með 6% á ári i 28 ár.
Viljum vér stinga upp á 50 þúsund krónum til þess á
fjárhagstímabilinu. Hve mikið lánað yrði í hvern stað færi
að sjálfsögðu mikið eftir stærð forðabúranna, en hún
yrði að fara eftir atvikum. Komið hefir oss til hugar
að gera ráð fyrir, að kornforðinn væri að jafnaði ein
tunna fyrir hverja kú í hreppnum, en hann gæti þó
verið meiri eða minni eftir því, hve kýr eru margar í
hreppi á móts við annan búpening, og eftir því sem
til hagar að öðru leyti.
Ef vér geiðum ráð fyrir, að forðabúr með 120 tn.
korns fengí alt að 2000 kr. ián, gætu að minsta kosti
25 slík bú fengið lán á 2 árum af upphæð þeirri, er vér
nefndum til.
Að visu væri ekki ókleift, að koma upp forðabúr-
um þessum án slíkrar lánveitingar; þó mundi hún gera
mönnum miklu hægra fyrir með það. Og svo er á hitt
að líta, að slík ákvæði í fjárlögunum mundu stuðla
mjög að því, að vekja hjá mönnum hug á, að koma
upp forðabúrunum.
Hvort beiðnir urn slík lán yrðu sendar búnaðar-
félaginu tii umsagnar, eins og rjómabúalánin, þykir oss
minstu skifta, en hitt þætti oss mjög mikiisvert, aö
þessi tilraun væri gerð, til að koma í veg fyrir fellis-
voðann; þvi auðsætt er, að hollara er að verja fé til
þess en tíl haliærislána eftir á, sem vart yrði hjá kom-
ist, ef slysið skyldi verða.