Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 123
BÚNAÐARRIT.
119
Hitt málib, sem vér vildum mega minnast á, er
leiðbeiningar í húsagerð. Einu sinni hafði búnaðarfélagið
afskifti af því máli, en það féll niður, þá er Jón Þor-
láKsson verkfræðingur lét aí starfi sinu að þvi. Húsa-
gerðin til sveita er óðum að breytast, timburhús víða
að koma í stað torfbæjanna og á einstaka stað steinhús.
Geta má nærri, hversu mikils það mundi vert, þegar
menn eru i þessu efni að þreifa fyrir sér um nýjar leiðir,
að geta leitað ráða til manns, sem til þess væri fær,
um húsagerðina. Og geldur nú inargur maður þess, að
hafa ekki haft færi á því. Á núgildandi fjárlögum eru
manni veittar 800 kr. á ári til leiðbeiningar i húsagerð,
og munu það aðallega vera kirkjusmiðar, sem honum
er fyrir það ætlað að gefa leiðbeiningar um.
Vér hyggjum að þörf væri á, að hækka þessa fjár-
veitingu svo, að maður þessi gæti gefið sig allan við
að leiðbeina mönnum i húsagerð, einkum sveitabæja.
Þyrfti hann að hafa færi á, að ferðast um á sumrin til
þess að kynna sér það, er að byggingum lýtur, og leið-
beina mönnum. Vér vitum að maður sá, sem nú heflr
áðurnefndan styrk, heflr mikinn hug á, að vinna gagn
í þessa átt, og vór treystum honum til að gera það, ef
hann fengi færí á, að leggja alla vinnu sina í það“.
Stjórnarráðið hefir brugðist vei við tillögunni um
3000 króna hækkun á landssjóðstiliaginu til félagsins,
og eru því nú á fjárlagafrumvarpinu 1910 og 1911 á-
ætlaðar 54000 kr. hvort árið. Vér treystum því, að
alþingi muni ekki lækka tillagið, og byggjum á því á-
ætlanir þær um tekjur og gjöld félagsins 1910 og 1911,
sem hér fara á eftir.