Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 126
122
BÚNAÐARRIT.
inni gerum vér ráð fyrir að fari heldur vaxandi,
búumst við að þær verði 800 kr., en að forstöðumanni
hennar verði greiddar þar af 200 kr., og teljum því
tekjurnar 600 kr.
Gjaldl. 1.—4. eru taldir eins og í áætluninni 1908
og 1909. Vér búumst reyndar við því, að sá, er tekinn
verður fyrir ráðunaut i stað Guðjóns heitins, verði ekki
tilbúinn að taka við þvi starfi fyrri en nokkuð er komið
fram á árið 1910, en þar sem það er þó ekki með öllu
víst, þykir oss ekki óhætt að færa niður gjaldlið 3. fyrir
1910.
Gjaldliður 5. er talinn 400 kr. hærri en áður. Ber
það til, að vakið heflr verið máls á því, hve mikið mein
það sé fyrir bændaskóiana, eins og aðra hérlenda skóla,
að ekki er til nema lítið af íslenzkum kenslubókum, og
þykir oss það standa búnaðarfélaginu nærri að stuðla að
því, að úr þeim skorti verði bætt. Vér hugsum oss að
það gæti helzt orðið á þann hátt, að gefin væri út ár-
lega ein bók, svo sem 10 arkir, sem væri seld út af
fyrir sig, en bækurnar allar gætu þó myndað samstæða
heild. Ef heitið yrði 40 kr. styrk fyrir hverja örk til út-
gáfunnar, eða sem svarar ritlaunum, þykir oss trúlegt,
að útgefandi fengist, og í því skyni höfum vér stungið
upp á 400 kr. hækkun hvort árið á þessum lið. Vér
hugsum oss bækurnar lagaðar fyrst og fremst eftir þörfum
bændaskólanna, og að styrkurinn sé því að eins veittur,
að skólastjórarnir þai4 viiji nota bækurnar til kenslu. En
jafnframt ættu þær að geta orðið fræðibækur fyrir bænd-
ur alment, og ætla má að þær yrðu t. d. notaðar af
þeim, er sótt hafa hin stuttu búnaðarnámsskeið.
Til ræktunarfyrirtækja ætlum vér fyrra árið alls
27300 kr., en síðara árið 25800 kr. Þar af ætlum vér
Ræktunarfélagi Norðurlands, Skógræktarfélagi Reykja-
vikur og til efnarannsókna sömu upphæðir og 1908 og
1909. Búnaðarsambandi Austurlands ætlum vér sömu
upphæð hvort árið og 1909, og Búnaðarsambandi Vest-