Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 141
Búnaðarþingið 1909.
1. Fundargferöiniar.
1. f u n d u r.
Árið 1909 miðvikudaginn 17. febrúar kl. 6 að
kveidi var búnaðarþingið setfc.
Fulltrúar þeir og varafulltrúar, er til þingsins voru
komnir, voru þessir:
Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti,
Ásgeir Bjarnason, bóndi í Knararnesi,
Eggert Briem, bóndi í Yiðey,
Eiríkur Briem, prestaskóiakennari,
Guðmundur Helgason, búnaðarfélagsforseti,
Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti á Seyðisfirði,
Sigurður Stefánsson, prestur i Vigur,
Skúli Skúlason, prestur í Odda,
Stefán Stefánsson, skólastjóri á Akureyri,
Þórhallur Bjarnarson, biskup.
Forseti skýrði frá, að fulltrúakosning til búnaðarþings
fyrir árin 1909—1912, eftir 5. gr. endurskoðaðra laga
búnaðarfélagsins, fór fram á fundum sýslunefndanna 1908.
— Skýrsla um þá kosning er í Búnaðarritinu 4. hefti
það ár. — Skýrði hann og frá því, að aðalfundur fé-
lagsins 13. þ. m. hefði kosið fulltrúa til 4 ára Guð-
mund Helgason og Eggert Briem og varafulltrúa Sig-
urð Sigurðsson ráðunaut og Halldór Vilhjálmsson, skóla-
stjóra á Hvanneyri.
Nokkrir gallar höfðu verið á fulltrúakosningunni í
þrem sýslum, en enginn þeirra galla svo vaxinn, að