Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 142
138 BÚNAÐARRIT.
það hefði áhrif á úrslitin. Kosningarnar allar voru því
teknar gildar.
Fulltrúarnir Hjörtur Snorrason, kennari á Ytri
Skeljabrekku, Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri á
Hólmavík, og Jón Bergsson, óðalsbóndi á Egilsstöðum,
höfðu skýrt frá, að þeir gætu ekki sótt búnaðarþingið.
Höfðu þá í þeirra stað verið tilkvaddir varafulltrúarnir
séra Skúli Skúlason, séra Sigurður Stefánsson og hinn
fyr kosni fulltrúi Austurlands, séra Árni Jónsson pró-
fastur á Skútustöðum. Hann hafði einnig tilkynt, að
hann mundi ekki koma. Þá haíði verið tilkvaddur hinn
varafulltrúinn, Gunnar Pálsson, hreppstjóri á Ketilsstöð-
um. Hann enn ókominn.
Forseti lagði fram lögmælt fundarskjöl prentuð.
Þá var kosin reikninganefnd:
Eggert Briem,
Pétur Jónsson,
Skúli Skúlason.
Framlagðir þessir reikningar:
Búnaðarfólagsins 1907 og 1908 með athugasemdum
yfirskoðunarmanna, svörum stjórnarnefndar og tillögum
yfirskoðunarmanna til úrskurðar, áhaldaskrá og fylgi-
skjölum öllum,
Sjóðsleifa Búnaðarfélags Suðuramtsins 1907 og 1908,
Gjafasjóðs C. Liebe sömu ár,
Búnaðarsjóðs Austux-amtsins 1908,
Búnaðarskólasjóðs Austuramtsins sama ár.
Sjóði þá tvo, er síðast voru nefndir, hafði amtsráð
Austuramtsins falið stjórn Búnaðarfélagsins. Félags-stjórn-
in hafði upp á væntanlegt samþykki búnaðarþings tekið
við stjórn þessara sjóða samkvæmt ákvæðum amtsráðs-
ins. Hins áskilda samþykkis var nú leitað, og var það
veitt í einu hljóði.
Reikningarnir allir voru afhentir reikninganefndinni.
Samþykt var að kjósa fastar nefndir til að athuga
þessi mál: