Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 146
142
BÚNAÐARRIT.
félagsstjórnin hefði litið svo á, sem oss yrði hvorki að
því hagnaður né vegsauki, og því iátið það mál niður
falla.
5. Reikninganefnd lagði fram álit sitt og va.r það
rætt. Eftir tillögum hennar samþykti fundurinn í einu
hljóði reikninga búnaðarfélagsins 1907 og 1908, þar
með umframgreiðslur þær er orðið höfðu, svo og hina
reikningana alla, er nefndin hafði haft til meðferðar.
6. Forseti skýrði frá, hvað gert hefði verið út af
álykt.un siðasta búnaðarþings um votryggingu sveitabæja
og leitaði álits fundarins um, hvort reynt skyldi að fá fram-
gengt á alþingi í vetur breytingu á votryggingarlögunum.
Fundurinn samþykti tillögu um, að fresta því í 2 ár, og
biða þannig nokkru meiri reynslu á lögunum en enn
er fengin.
7. Forseti vakti máls á, að nauðsyn væri á laga-
setningu um upptöku fjármarka. Það mál var, eftir
nokkrar umræður, falið búfjárræktarnefnd til athugunar.
4. f u n d u r.
Laugardaginn 20. febrúar kl. 6 að kveldi.
1. Nefnd sú, sem átti að athuga málaleitun frá
Búnaðarsambandi Austurlands um kaup á fóðurkorni,
hafði lokið störfum sínum og kom með tillögu, sem
samþykt var í einu hijóði, svo hijóðandi:
Með því að búnaðarþingið er sammála stjórn
búnaðarfélagsins um það, að forganga þessa máls
heyri eigi undir verkahring þess, og með skírskotun
til siðari hluta af bréfl búnaðarfélagsstjórnarinnar
til Búnaðarsambands Austurlands, dagsettu 17.
marz f. á., viðvíkjandi þessu máli, vísar búnaðar-
þingið málinu frá sér, en leyfir sér jafnframt að
benda á, að Sambandskaupféiagi íslands stendur
að ýmsu leyti nær, að bindast fyrir slíkum fram-
kvæmdum.
2. Forseti vakti máls á tillögu stjórnarnefndarinnar
j