Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 155
BÚNAÐARKIT. 151
Álit búnaöarfræðslunefndar.
1. Stutt búnaðarnámskeið kvenna og kaila.
Nefndin er yfirleitt samdóma athugasemdum Bún-
aðarfélagsstjórnarinnar við 10. gjaldlið fjárhagsáætlunar.
Til búnaðarnámsskeiðs við Þjórsárbrú ætlum vér 400 kr.
hvort árið. Sömu fjárhæð viljum vér ætla til búnaðar-
námsskeiða karla á Vesturlandi og hafi Búnaðarsamband
Vestfjarða ráð yfir því fé. Vegna staðhátta verða náms-
skeiðin þar að vera á tveim til þrem stöðum, og veitir
þá eigi af þessu fé, þótt njóti við ráðunauts Sambands-
ins. Bændaskólunum á Hvanneyri og Hólum ætlum vér
að halda uppi stuttum búnaðarnámsskeiðum samkvæmt
bændaskólalögunum og reglugerðum skólanna. Og þó að
starfsmenn, sem laun taka af fé veittu Búnaðarfélagi ís-
lands, flyttu fyrirlestra við þessi námsskeið bændaskól-
anna, teljum vér eigi þörf að ætla sérstaklega fé til þess.
Aftur mun eigi kostur á, að fá stutt búnaðarnámsskeið á
Austurlandi, nema með nokkru fjárframlagi, og ætlum
vér til þess þær 200 kr., er eftir standa af hinu áætlaða
fé, og hafi Búnaðarsamband Austurlands ráð yfir því fé,
og mundi sú kensla væntanlega fara fram við Eiðaskóla
og í sambandi við hann.
Fari svo, að kenslukraftar fáist eigi nægir til að
halda uppi hinni ráðgerðu farkenslu í hússtjórn og mat-
reiðslu á íjárhagstímabilinu, teljum vér heimilt, eins og
lika sjálf áætlunin ber með sér, að verja því fó, er af-
gangs kynni að verða, til námsskeiða fyrir karlmenn
fram yfir það, sem ráðgert er hér að framan, verði því
við komið. Nemendur hafi hin sömu kjör við öll náms-
skeiðin, hvort þeir eru konur eða karlar.
2. Islenzkar kenslubækur við bændaskólana.
Oss geðjast vel að því, að erindinu frá þeim skóla-
stjóra Sigurði Sigurðssyni á Hólum um handritstilboð á
jarðræktarfræði sé vikið við á þann hátt, sem stjórn